Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 45

Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 45
GLÓÐAFEYKIR 45 ævintýrabrautinni. En það er seigt í þeim sem glímt hafa við klettana í Glóðafeyki og á Dalsdal, og Stefáni varð ekki í hel komið. Hann hjarnaði við. Fékkst hann þá fyrst við vegaeftirlit um skeið. Síðar lærði hann hárskurð og mun lengst af eftir það hafa stundað þá iðn svo og veitingahúsarekstur.” (M.H.G.). Stefán kunni að vísu vel við sig vestra. En - „ég var alltaf gestur, að vísu á góðu heimili, en ræturnar voru allar eftir heima. Eg þráði alltaf ísland, . . . Skagafjörðinn, Blönduhlíðina, bernskuheimilið Djúpadal. Gagnvart því bliknuðu öll ríki veraldar og þeirra dýrð. Og eftir því sem á ævina leið gerðist þetta ákall æ sterkara.” „Og heim kom hann fyrir fullt og allt árið 1957.” (Úr viðtali er M.H.G. átt við St. Eir.). Eftir það var hann heima í Djúpadal og kom sér upp nokkrum fjárstofni. Veiktist hastarlega árið 1972, fór á sjúkrahús í Reykjavík, fékk hjartaáfall og lamaðist annars vegar, lá þar misseristíma, hresstist nokkuð, fór norður hingað á Héraðssjúkrahús Skagfirðinga og dvaldist þar uns yfír lauk, bundinn við hjólastól; skrapp þó heim í Djúpadal hvenær sem mátti því við koma og var jafnan ljúfur og hress í máli. Stefán í Djúpadal var gildur meðalmaður á vöxt, mikill fríðleiksmaður. Hann var einstakt prúðmenni, búinn flestum kostum rakins drengskaparmanns. „Stefán átti óvenju auðvelt með að laða að sér fólk. Menn hrifust af einlægni hans, hjartagróinni hlýju, glaðværð hans og glettni, karlmannlegu æðruleysi. Stefán var einstakur frásagnameistari. Jafnvel lýsing hans á einföldustu atburðum var gædd töfrablæ þeirra ævintýra, sem reynst höfðu sjálfum honum svo ör til kynna.” (M.H.G.). Greiðasemi oggjafmildi var honum í blóð borin. Svo var sagt um Stefán Eiríksson, að ,,úr homim hefði mátt gera marga menn og alla góða” - og mun sú umsögn eigi vera fjarri réttu. Stefán kvæntist ekki, en eignaðist dóttur, Maríu, er dó í fyrstu bernsku. Kristjana Júlíusdóttir, verkakona á Sauðárkróki, fv. húsfreyja á Sæunnarstöðum í Hallárdal o.v., lést 2. febrúar 1975. Hún var fædd í Málmey 10. desember 1894, dóttir Júlíusar bónda þar Kristjánssonar og áður á Mannskaðahóli, Þorsteinssonar, Sigurðssonar, og Soffíu Jónsdóttur bónda á Vestara-Hóli í Flókadal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.