Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 46

Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 46
46 GLÓÐAFEYKIR Soffía giftist síðar Stefáni bónda í Hvammi í Hjaltadal, Sigurgeirssyni, (sjá Glóðaf. 1967, 7. h. bls. 36). Jón, faðir Kristjönu, tók holdsveiki. Ólst hún upp með móður sinni og fylgdi henni að Hvammi, varð því Stefán Sigurgeirsson stjúpfaðir hennar. Arið 1913 giftist hún Stefáni Jónssyni bónda að Hringveri í Viðvíkursveit o.v. Jónssonar, bónda á Skuggabjörgum í Deildardal o.v., Jónssonar, og konu hans Guðrúnar Stefánsdóttur bónda á Þverá í Blönduhlíð, Jónassonar, en kona Stefáns og móðir Guðrúnar var Guðbjörg Tómasdóttir bónda að Nautabúi á Neðribyggð. Var Guðrún annáluð gæðakona. Attu þau hjón, Guðrún og Jón, þrjá sonu auk Stefáns: Hallgrím, bónda á Hringveri, Jón, bónda að Enni í Viðvíkursveit, drukknaði í fiskiróðri á Skagafirði 1923, rösklega fertugur, og Þorgeir, prest og prófast í Nesprestakalli á Norðfirði austur og er enn á lífí, þegar þetta er skrifað. Þau Kristjana og Stefán reistu bú á Hringveri sama árið og þau giftust, en fóru búi sínu árið 1915 vestur að Sæunnarstöðum og bjuggu þar og á Hafursstöðum í sömu sveit þar til er Stefán lést árið 1932. Þau eignuðust 5 börn, eitt dó í æsku, en upp komust: Soffía, búföst á Blönduósi, Pétur, Unnur og Bergþóra, öll búföst í Reykjavík. Nokkrum árum eftir lát eiginmanns síns fluttist Kristjana aftur til Skagafjarðar, fyrst til Hofsóss en þaðan til Sauðárkróks. Þar hélt hún heimili með Óskari Þorleifssyni frá Kjalarlar.di (sjá Glóðaf. 1974, 15. h. bls. 82). „Kristjana var í meðallagi há vexti, gjörfuleg kona á alla lund, hafði hýrlegt yfírbragð, glaðlynd en fremur hlédræg. Vann öll sín störf af alúð og skyldurækni. Hún stundaði fískvinnu allt fram á elliár.” (St. Magn.). Björn Skúlason, verkamaður á Sauðárkróki, lést hinn 11. júní 1975. Hann var fæddur í Mjóadal á Laxárdal fremra 7. desember 1893, sonur Skúla járnsmiðs, síðar á Blönduósi, Benjamínssonar, og Ingibjargar Hjálmarsdóttur, sem þá var vinnukona í Mjóadal. Var hún dótturdóttir Sigurðar Arnasonar, bónda og hreppstjóra í Höfnum á Skaga, en til hans rekja þeir Hafnamenn ættir sínar. Fram um fermingaraldur ólst Björn upp á vegum móður sinnar, fyrst hjá þeim merku hjónum Guðmundi Erlendssyni og Ingibjörgu Sigurðardóttur í Mjóadal, síðar á Auðólfsstöðum í Langadal, í Vatnshlíð á Skörðum o.v. í Bólsstaðarhlíðarbreppi. Eftir það fluttust þau mæðgin hingað til Skagafjarðar. Vann Björn fyrir sér á ýmsum

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.