Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 50

Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 50
50 GLÓÐAFEYKIR en Einar og Sigríður tóku við allri hálflendunni. Sigríður var myndarkona sem Valgerður systir hennar, en aldrei heilsuhraust. Þau hjón eignuðust þrjú börn: Þórhall misstu þau 10 ára gamlan. A lífieru Valgarð, bóndi í Asi og Jóhanna, húsfreyja á Vopnafirði austur. Einar brá búi árið 1951. Um sömu mundir eða litlu fyrr tók Valgarð sonur hans við jörðinni (Asi 2). Valgarð kvæntist árið 1954 Elísabetu Ragnarsdóttur. Hjá þeim dvaldist Einar lengstum það sem eftir var ævi, en þó stundum eystra hjá Jóhönnu dóttur sinni og einkum að vetrarlagi. Einar var þrifnaðarbóndi en eigi framkvæmdamaður í búnaði. Hann fór vel með allar skepnur, var hestamaður góður og á hestbaki mun hann hafa átt flestar yndisstundir, manna lagnastur að ríða hesta til skeiðs. Hann var ágætur ferðamaður, vökull og umhyggjusamur. Um eða yfir 70 haust fór hann í göngur í Tröllabotna og var jafnan ótrauður hverju sem viðraði. Einar í Asi var gildur maður á velli og vörpulegur, myndarmaður í sjón. Eigi fór hann varhluta af andviðrum lífsins; missti tvær eiginkonur og ástfólginn son. En óhagganleg guðstrú og eðlislæg bjartsýni burgu honum heilum yfir elfur allra harma, þótt viðkvæmur væri í lund. Einar var hvers manns hugljúfi, jafnlyndur og ávallt hýr í bragði, greiðvikinn og góðviljaður og vildi engan mann særa. Gunnar Valdimarsson, bóndi að Fremri-Kotum á Norðurárdal, lést hinn 30. júlí 1975. Fæddur var hann að Rauðalæk efra á Þelamörk 21. febrúar 1907, sonur Valdimars, síðast bónda í Bólu í Blönduhlíð, og konu fhans Arnbjargar Guðmundsdóttur bónda að Grjótgarði á Þelamörk, (sjá Glóðafeyki ^ *** \ 1973, 14. h„ bls. 91). Gunnar óx upp með foreldrum sínum, fyrst á Rauðalæk til þriggja ára aldurs en síðan á Fremri-Kotum á Norðurárdal, er foreldrar hans fóru búi sínu þangað vorið 1910.Var þá harðindatíð, hjarn lá yfir öllu þrjár vikur af sumri og sá eigi dökkan díl fyrr en komið var vestur í Skógarhlíð á Öxnadalsheiði. Nú er leiðin milli Rauðalækjar og Kota farin á einni klukkustund eða jafnvel skemmri tíma, þarna tók hún tvo daga. Gunnar Valdimarsson

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.