Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 54

Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 54
54 GLÓÐAFEYKIR lesa í þætti Jóns, sem áður er til vísað. Árið 1938 fluttu þau hjón alfarin til Sauðárkróks. Mann sinn missti Guðrún árið 1960. Eftir það dvaldist hún lengstum hjá börnum sínum á vetrum en heima á Sauðárkróki á sumrin. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Anganíýr, búfastur í Grindavík, Freysteinn og Maren, bæði í Reykjavík. Ferill Guðrúnar frá Lundi er ævintýri líkastur. Hún var alls ómenntuð, lærði þó í æsku að lesa og skrifa og naut nokkurrar fræðslu hjá heimiliskennara á þeim árum, er foreldrar hennar bjuggu í Enni. Og hún reyndist nærtæk sönnun um þann arf, sem íslensk alþýða hefur löngum hlotið í vöggugjöf. Ung að árum hóf hún að skrifa sögur og hélt því áfram í hjáverkum meðan valdið gat penna. Þá urðu til m.a. frumdrögin að Dalalífi, hinni þjóðfrægu skáldsögu. En eftir að hún giftist rösklega tvítug og fór að búa, varð hún að láta af þess konar dútli. „Staða bóndakonunnar á þessum árum var ekki slík, að tími gæfist til að sinna þvílíkum hégóma. Varð hún því að leggja þessi bernskubrek sín er hún nefndi svo á hilluna og mest af því var lagt í eld og brennt til ösku. En þegar búskapnum lauk og börnin voru uppkomin og farin að heiman var aftur tekið til óspilltra málanna. Dalalífið, sem sloppið hafði við brennuna, var grafið upp og aukið og endurbætt, kom fyrsta bindi þess út 1946.” (St. Magn.). Þá var Guðrún tæplega sextug. Síðan rak hver bókin aðra. Þessi ómenntaða alþýðukona varð á efri árum einn mest lesm höfundur þjóðarinnar, bækur hennar margar metsölubækur um árabil og efstar á útlánaskrám bókasafna. Afköstin voru með eindæmum. Alls urðu bækurnar 27 - og hverrar nýrrar sögu beðið með eftirvæntingu; kom hin síðasta út árið 1973. Víst fengu bækur hennar misjafna dóma hjá sumum ’lærðum’ gagnrýnendum. En þjóðin felldi sinn dóm. Hvers konar undur hafði gerst? Ekki annað en það, að með skáldkonunni Guðrúnu frá Lundi birtist íslensk alþýðumenning holdi klædd. Hún skrifaði einfaldan og látlausan stíl, án allra ritkækja og stílbragða, er sumir höfundar temja sér til að reyna að vera frumlegir og vekja á sér eftirtekt. Hún skrifaði á hreinu og ómenguðu alþýðumáli. Og hún skrifaði um fólk sem hún gerþekkti yst sem innst. Sögupersónur hennar voru steyptar í móti íslenskrar sveitaalþýðu, hold af hennar holdi. Þær elska og gleðjast, hata og þjást. Um þetta fólk og samskipti þess í blíðu og stríðu skrifaði Guðrún af einstakri innlifun. Það gerði gæfumuninn - og aflaði þessari öldnu alþýðukonu fádæma vinsælda sem rithöfundi. „Guðrún Árnadóttir var í meðallagi ha vexti, nokkuð þrekin,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.