Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 55

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 55
GLÓÐAFEYKIR 55 myndarleg í sjón, svipmikil, hýrleg og brá oft fyrir glettni í svipnum. Hún var viðræðugóð og hafði ánægju af að fá til sín gesti til að rabba við yfir kaffibolla. Hún ofmetnaðist ekki af skáldfrægð sinni, en var alltaf sama yfirlætislausa alþýðukonan.” Sigmundur Þorkelsson, verkamaður á Sauðárkróki varð bráð- kvaddur 24. ágúst 1975 og var þá við laxveiðar austur í Þingeyjarþingi. Hann var fæddur á Daðastöðum á Reykjaströnd 18. febrúar 1911. Foreldrar: Þorkell bóndi þar og síðar á Ingveldarstöðum syðri í sömu sveit Jóns- son, bónda á Egg í Hegranesi, Guðmunds- sonar bónda á Sleitustöðum í Kolbeinsdal, Einarssonar, og kona hans Anna Sigríður Sigurðardóttir bónda í Kjartansstaðakoti á Langholti, Stefánssonar bónda þar o.v., Sigurðssonar, en kona Sigurðar í Kjartans- staðakoti og móðir Önnu Sigríðar var Anna Guðmundsdóttir bónda í Lýtingsstaðakoti hinu efra í Tungusveit, Jónssonar. Kona Jóns á Egg og móðir Þorkels, föður Sigmundar, var Sigríður Pálsdóttir bónda og hreppstóra á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð, Þórðarsonar. Sigmundur ólst upp með foreldrum sínum, einn í hópi 9 systkina, fyrst á Daðastöðum til 10 ára aldurs og síðan á Ingveldarstöðum. Þorkell, faðir þeirra systkina, lést árið 1929. Bjó Anna Sigríður áfram á jörðinni með sonum sínum uns Sigmundur tók við búi 1933 og bjó á Ingveldarstöðum til 1944, er þeir bræður ásamt með móður sinni fluttu til Sauðárkróks, þar sem systkinin öll festu bú, þau sem lifandi vöru, en einn bræðranna, Stefán, var þá látinn fyrir allmörgum árum. Yngstu bræðurnir, Sigmundur og Haukur, héldu heimili með móður sinni og fóstursystur, Margréti Jóhannsdóttur. Móðir þeirra dó árið 1959, en Margrét lést 1972 (sjá Glóðaf. 1977, 18. h. bls. 49). A Sauðárkróki stundaði Sigmundur margháttuð störf. Hann var hneigður til veiðiskapar, bæði á sjó og landi. Á yngri árum var hann mörg vor við fuglaveiði og eggjatöku í Drangey, gekk til rjúpna á vetrin, greip í laxveiðar á sumrin og hafði af óskorað yndi. Allmörg ár var hann aðstoðarmaður Þórðar P. Sighvats rafvirkjameistara við raflagnir og símaviðgerðir, mörg haust skytta á sláturhúsi K.S.,leiksviðsmaður hjá Leikfélagi Sauðárkróks nokkur ár og Sigmundur Þorkelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.