Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 57

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 57
GLÓÐAFEYKIR 57 systkina, er upp komust, fyrst á Gili til 1922 og eftir það í Geldingaholti, þar sem hann átti heima æ síðan. Eftir lát Sigurjóns bónda 1952 bjuggu þau mæðginin, Sigrún og Þórður, áfram á hluta af Geldingaholti meðan þrek og heilsa hennar entust. Sigrún lést í árslok 1964 og hafði þá dvalið á Sauðárkróki hjá Kristínu dóttur sinni og eiginmanni hennar, Ivari Antonssyni, um tveggja og hálfs árs skeið, „en Þórður var um kyrrt í Geldingaholti og stundaði þar nokkurn búskap og var svo til haustsins 1968, en þá varð hann vegna veikinda að fara á sjúkrahúsið á Sauðárkróki og þaðan átti hann ekki afturkvæmt.” (Sr.G.G.). Hann hafði löngum átt við vanheilsu að búa og naut sín eigi fyrir þær sakir svo sem hæfileikar og efni stóðu til. Þórður Sigurjónsson var í minna meðallagi á vöxt, geðfelldur maður í sjón og raun. Hann var mjög hlédrægur, kom sjaldan eða aldrei á mannamót, hógvær og hljóðlátur, „lifði ævi sinni í kyrrþey og kom aldrei öðruvísi fram en til góðs.” Hann var mikill skepnuvinur og hirti ágætlega. Þórður var um margt vel gefmn, las allmikið, einkum áfyrri árum, fróður um margt, einkum í ættvísi, sem hann hafði mikinn áhuga á. Hann skrifaði prýðilega rithönd og mikill snyrtibragur á öllu, er hann lét frá sér fara. Þórður Sigurjónsson Hólmfríður Jóhannesdóttir, fv. húsfreyja á Undhóli í Óslandshlíð, lést hinn 3. september 1975. Hún var fædd að Undhóli 12. október 1888, dóttir Jóhannesar bónda þar Eyjólfssonar síðast bónda á Brúarlandi í Deildardal, Jónssonar bónda á Grindum í sömu sveit, Guðmundssonar, og konu hans - er síðar varð - Jóhönnu Jónasdóttur Ólafssonar, en kona Jónasar og móðir Jóhönnu var Guðrún Sigurðardóttir; voru þau Jónas eigi gift, er Jóhanna fæddist, en munu hafa gengið í hjónaband 4 árum síðar og bjuggu ýmist eða voru í húsmennsku um hríð á nokkrum bæjum í Blönduhlið. Lék orð á að Jóhanna væri laundóttir Eiríks hreppstjóra í Djúpadal, Eiríkssonar, og höfðu margirfyrirsatt. Hólmfríður mun hafa alist upp með foreldrum sínum. Árið 1910 gekk hún að eiga Pál í Tumabrekku í Óslandshlíð Gíslason eldra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.