Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 61

Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 61
GLÓÐAFEYKIR 61 umbrotasamur. Hann drap eigi víða niður fæti; dvaldist aðeins á þrem stöðum um ævina: Á Neðra-Nesi, á Kleif og á Sauðárkróki. Húseign sína þar nefndu þeir bræður Kleif. Eftir að til Sauðárkróks kom sinnti Gunnar hvers konar verkamannavinnu, vaí dugmikill og samvisku- samur starfsmaður og fóru honum öll verk úr hendi. Hann vann mörg ár í fiskverkunarhúsi K.S. sem og sláturhússtörf hjá félaginu. Gunnar Jóhannesson var í lægra meðallagi á vöxt, beinn í baki, hvatur í spori, snotur maður ásýndum. Hann var greindur vel, hafði yndi af lestri góðra bóka. Hann var hlédrægur og hógvær í allri framkomu, skapfestumaður, tryggur í lund, mikill vinur vina sinna, traustur maður í hvívetna og drengur góður. Árni Gunnarsson, bóndi í Keflavík í Hegranesi, varð bráðkvaddur 29. september 1975. Hann var fæddur í Keflavík 19. október 1902 og ól þar allan sinn aldur. Voru foreldrar hans Gunnar bóndi í Keflavík Ólafsson og kona hans Sigurlaug Magnúsdóttir bónda í Utanverðunesi, alsyst- ir hins þjóðfræga ferjumanns við Vesturós Héraðsvatna, Jóns ósmanns. Voru þau systkinin frá Nesi annáluðfyrir þrek og kjark og karlmennsku. Árni var einn í hópi 13 systkina, sem öll reyndust hið mesta manndómsfólk. Voru systur 8 og bræður 5. Var einn bræðra hans Magnús hreppsstjóri í Utanverðunesi. Árni tók við búi í Keflavík árið 1940, Ami Gunnarsson höfðu þá foreldrar hans búið þar hálfa öld og Gunnar að vísu tveim ár- um betur. Sigurlaug lést árið 1938 en Gunnar 1949, rösklega níræður. Bjó Ámi síðan í Keflavík með Margréti systur sinni meðan bæði lifðu. Var Ámi góður og farsæll bóndi, hneigður fyrir skepnur, einkum sauðfé, reisti íbúðarhús og öll peningshús frá grunni. Árni var dugnaðarmaður og óvenju eljusamur, göngugarpur hinn mesti og hljóp oftast við fót fram á efri ár. Hvorugt þeirra systkina í Keflavík, Ámi eða Margrét, giftist né átti börn, en Jónas Bjömsson, dóttursonur Jóns Ósmanns, móðurbróður þeirra, var alinn upp að miklu leyti í Keflavík og var þar síðan löngum viðurloða. Á sumrin dvöldu þar og börn Péturs bróður þeirra systkina,

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.