Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 63

Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 63
GLÓÐAFEYKIR 63 æ síðan. Lifir Hrefna mann sinn. Tveir eru synir þeirra hjóna: Ólafur, starfsmaður hjá K.S. á Sauðárkróki og Friðbjörn, verkstjóri á Keflavíkurflugvelli. Jón Friðbjarnarson var smiður góður, enda þótt ólærður væri; stundaði hann smíðar allmjög framan af árum auk annarra starfa ýmissa; vann um hríð hjá Fiskiðju Sauðárkróks hf., varð fyrir því slysi að lenda með annan handlegginn í færibandi svo að margbrotnaði og var honum höndin ónýt að mestu eftir það. En Jón var eigi þess konar maður að hann legði árar í bát og léti reka sem verkast vildi. Hann varð sér úti um vinnu þótt fatlaður væri, var mörg ár bæjarpóstur á Sauðárkróki, umsjónarmaður kartöflugeymslu á staðnum o.fl., kom sér upp vænum fjárstofni og annaðist af mikilli umhyggjusemi og natni. Jón vann mikið að félagsmálum ýmsum. Verkalýðsmál voru honum hugfólgin; var hann um stund formaður verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki og gjaldkeri félagsins um árabil; þá sat hann og um eitt skeið í stjórn A.S.Í. Á síðari árum vann hann ótrauður að málefnum fatlaðra og lamaðra. Jón Friðbjarnarson var grannvaxinn meðalmaður á velli, liðlegur í hreyfingum og léttur á fótinn, grannleitur, geðþekkur á svip, fríðleiksmaður í sjón. Hann var greindur maður, vel að sér um margt og viðræðugóður, frábærlega gestrisinn sem og bæði þau hjón. Honum var í brjóst lagin einlæg samúð með öllum þeim, sem ipinni máttar voru, vinsæll maður, hjartahlýr og barngóður, svo að börn öll hændust að honum, trúleiksmaður einstakur og hverju starfi vel borgið, því er honum var falið. Kjartan Haraldsson, bifreiðastjóri á Sauðárkróki, lést 22. október 1975. Hann var fæddur á Frostastöðum í Blönduhlíð 18. september 1928, sonur Haralds bónda þar,nú áBakka íViðvíkursveit, Jóhannessonar bónda í Grundarkoti í Blönduhlíð, Bjarnasonar bónda í Borgargerði á Norðurárdal, Bjartmarssonar (sjá þátt um Jóhannes í Glóðafeyki 1972, 13. h. bls. 65) og konu hans Önnu Bergsdóttur bónda á Hofsá í Svarfaðardal. Kjartan óx upp með foreldrum sínum, fyrst á Frostastöðum fram um fermingaraldur og síðan á Unastöðum í Kolbeinsdal. Hann stundaði nám við héraðsskólann á Laugarvatni veturinn 1947 - 1948, sótti námskeið í meðferð vinnuvéla, stundaði vélavinnu við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.