Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 67

Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 67
GLÓÐAFEYKIR 67 var áhrifamaður í verkamannafélaginu Fram á Sauðárkróki, formaður félagsins 1925 og 1939 og síðar kjörinn heiðursfélagi. Formaður Ungmennasambands Skagafjarðar 1930 - 1936, starfaði í Góðtemplarareglunni frá 1934, í stjórn stúkunnar „Gleym mér ey”. Einn af stofnendum Varmahlíðarfélagsins og kjörinn í stjórn þess. Sat í stjórn Skógræktarfélags Skagfirðinga. Enn var hann í stjórn Byggingafélags verkamanna, í stjórn Alþýðuflokksfélags Sauðár- króks, í flokksstjóm Alþýðuílokksins og hvað eftir annað í framboði til Alþingis fyrir flokkinn, enda ákaflega óhvikull og öruggur flokksmaður. Magnús var mikill áróðursmaður, góður og rökfastur ræðumaður, enginn skörungur að vísu í ræðustóli, en mál hans var jafnan borið uppi af óhvikulli sannfæringu, sem stundum gat stappað nærri þráhyggju, en ávallt drengilega flutt og laust við áreitni, enda var honum fjarri skapi að valda öðrum sársauka. Síðast en eigi síst er þess að geta, að Magnús sat í stjóm Kaupfélags Skagfírðinga 1946 - 1961 og var jafnframt ritari félagsstjórnar. Hann var þar, sem ella, farsæll í starfi. Hvar, sem Magnús kom við sögu, var hann góður og ljúfur í samstarfi, en hélt þó fast á sínu máli. Magnús Bjarnason var einhleypur maður alla ævi, kvæntist hvorki né átti börn. Eigi var hann sjálfum sér mikill fédrengur. En hann var storgjöfull maður. Nutu þess bæði einstaklingar, félög og stofnanir. En betur kom honum, að eigi væri í hámæli haft. Hann átti bókasafn mikið og gott en seldi fyrir allmörgum ámm og gaf andvirðið félagsskap, sem hann bar fyrir brjóst. Svona var Magnús. Rösku ári fyrir andlát sitt gaf hann Héraðsskjalasafni Skagfirðinga 500 þús. kr., er vera skyldi stofnfé „Menningarsjóðs Magnúsar Bjarnasonar”. Sá er tilgangur sjóðsins, að verðlauna bestu vísuna sem stjórn safnsins berst að lokinni vísnakeppni, er stjómin skal efna til í héraðinu ár hvert. Öllu þjóðlegri tilgangur varð naumast fundinn Tekið er fram í gjafabréfmu, að „ekki ber að taka gildar aðrar vísur en þær, sem ortar eru undir hefðbundnum hætti og notaðir eru höfuðstafir og stuðlar og vísumar séu ferskeytlur eða hringhendur”. Magnús fyrirleit svokölluð „atómljóð”, sem hann taldi reynar engin ljóð og bera vott um hreina ómenningu. Má víslega ætla, að með stofnun Menningarsjóðsins hafi hann viljað gera sitt til að hamla gegn þvílíkri hnignun og ómenningu, er hann taldi atómkveðskapinn vera. í örstuttu bréfi til stjórnar Héraðsskjalasafnsins, er gjafabréfinu fylgdi, standa þessar setningar: „Það skal tekið fram, að ég vil, að engin tilkynning sé birt um gjöf þessa, enda er nægur tími til þess, þegar ég er dauður.”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.