Glóðafeykir - 01.04.1984, Síða 69

Glóðafeykir - 01.04.1984, Síða 69
GLÓÐAFEYKIR 69 gæddur mikilli hagleiksgáfu. Mátti svo kalla, að hvaðeina léki í höndum hans. Um tvítugsaldur fór hann til Reykjavíkur og hóf smíðar hjá Birni Rögnvaldssyni húsasmíðameistara frá Gröf á Höfðaströnd, er lengi hafði umsjón og eftirlit með byggingum hins opinbera. Arið 1941 hóf Jón vinnu við vitabyggingar hjá Sigurði verkstjóra Péturssyni, er síðar varð tengdafaðir hans. Sú vinna fór mestmegnis fram að sumrinu, en að vetrinum vann hann hjá Birni Rögnvaldssyni þessi árin. Árið 1949 kvæntist Jón Helgu Sigurðardóttur verkstjóra Péturs- sonar og seinni konu hans Margrétar Björnsdóttur; var Helga alsystir Halldórs skipstjóra Sigurðssonar, (sjá Glóðaf. 1974, r5. h. bls. 78). Settust þau að á Sauðárkróki, ungu hjónin, og þar stóð heimili þeirra meðan Jóni entist aldur. Gerðist hann verkstjóri við Sauðár- krókshöfn, vann síðan hjá Vita- og hafnarmálastjórninni víðs vegar um land allt til 1968 - og þó með nokkrum hléum. Hann var afburða duglegur, þegar gekk að verki, og fjölhæfur verkmaður að sama skapi: smiður á tré og járn og múrari ágætur. Síðustu árin hafði hann umsjón með Hegranesvita, vann auk þess við smíðar o.fl. og hlífði sér hvergi, enda þótt heilsa væri tekin að bila mjög um aldur fram, lifði og frekar óreglusömu lífí, einkum er á leið. Börn þeirra eru tvö: Sigurbjörg húsfreyja og kennari á Hólmavík og Sigurður húsasmiður í Reykjavík. Jón í Nesi - en svo var hann oftast kallaður hér heima fyrir - var hár maður, grannvaxinn og grannholda, hreystimenni og harðtækur. Hann var myndarmaður, eðlisgreindur, tilfínninganæmur og hjartahlýr, barngóður, manna greiðviknastur og vildi hvers manns vanda leysa, ef tök voru á. Geðstór var hann og gallamaður nokkur sem fleiri, meiri vinur Bakkusar kóngs en sjálfum var hollt. Adolf Björnsson, rafveitustjóri á Sauðárkróki, lést 3. febrúar 1976. Hann var fæddur í Vestmannaeyjum 28. febrúar 1916, sonur Björns bátsformanns þar Erlendssonar og konu hans Stefaníu Jóhanns- dóttur. Adolf ólst upp með foreldrum sínum. Stundaði nám í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk prófí þaðan 1937, tók sveinspróf í rafvirkjun 1939, löggiltur rafvirkjameistari 1945, háspennupróf sama ár, fær þá einnig leyfísbréf til háspennuvirkjunar. Á árunum 1938 - 1949 vann hann sem sveinn og síðan rafvirkjameistari í Reykjavík fyrst og fremst, en einnig við Skeiðsfoss í Fljótum um hríð svo og á Siglufirði. Árið

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.