Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 70

Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 70
70 GLÓÐAFEYKIR 1949 gerðist hann rafveitustjóri á Sauðárkróki og gegndi því starfi til dauðadags, hafði og eftirlit með raflínulögnum fyrir Héraðs- rafmagnsveitur ríkisins 1950- 1959. Hann var ritari Félags íslenskra rafvirkja 1944 - 1945. Formaður Iðnaðarmannafélags Sauðárkróks 1952 - 1968, formaður í stjórn samkomuhússins Bifrastar á Sauðárkróki 1953 - 1958. Enn er þess að geta, að Adolf sat í stjórn Sambands íslenskra rafveitna 1960, 1962 og aftur 1972 til dánardags, forseti Iðnþings Islendinga 1962; forseti Rotaryklúbbs Sauðárkróks 1960-1961, starf- aði í Frímúrarareglunni af miklum áhuga, sat i stjórn Norræna félagsins á Sauðárkróki, einnig í stjórn Stangveiðifélags Sauðárkróks. Er Sjónvarpið hóf göngu sína gerðist Adolf þegar fréttaritari þess á Sauðárkróki og um leið kvikmyndatökumaður, enda kunnáttu- maður á þá hluti. Nokkur síðustu árin sat hann í sóknarnefnd Sauðárkrókssafnaðar og vann þar með öðrum ágætt starf að gagngerum endurbótum á Sauðárkróks- kirkju, svo að loknum þeim framkvæmdum var kirkjan sem annað hús, er inn var sest. Þessi upptalning á trúnaðarstörfum, sem Adolf Björnsson gegndi - mun þó eigi fulltalið -, sýnir gerla, hvílikt manntraust hann hafði, enda var maðurinn starfhæfur í besta lagi og mjög áhugasamur um þau mál flest, er fram horfðu, og þó sérstaklega á sviði iðnaðar og raforkumála. Hann var mikill baráttumaður fyrir vatnsvirkjunum á Norðurlandi vestra, fékk því til vegar komið að flutt var á Alþingi og samþykkt frumvarp um virkjun Reykjafoss í Svartá og hafði undirbúið það mál svo rækilega, m.a. með jarðvegsrannsóknum og í framhaldi af því margvíslegum athugunum, að verkið var tilbúið til útboðs, er opinberir aðilar drógu að sér hendur; olli það Adolf eigi litlum vonbrigðum. Nokkru áður en hann lést var hann skipaður til að taka sæti í stjórn Norðurlandsvirkjunar. Adolf var mikill kappsmaður, enda þótt fumlaus væri og flýtti sér hægt. Að hverju, sem Adolf gekk, sýndi hann öryggi og festu, hljóp aldrei frá hálfnuðu verki, þótt fyrir kæmi að öndvert blési. Hann stjórnaði Rafveitu Sauðárkróks af mikilli prýði, bæði um fjárhag og framkvæmdir og sýndi í hvívetna mikla forsjálni, gætti þess t.a.m. alla jafna að hafa lokið raflögnum um ný bæjarhverfi er til þurfti að taka, Adolf Bjömsson

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.