Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 71

Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 71
GLÓÐAFEYKIR 71 svo að notendur þurftu aldrei að bíða. „Adolf Björnsson var mikill áhugamaður um eflingu iðnfyrirtækja og stofnun nýrra á Sauðárkróki, og sat í mörgum nefndum, er höfðu það að markmiði. Forgöngumaður var hann um stofnun minkabús á Nöfunum á Sauðárkróki og leiddi það starf fyrstu árin.” (H.R.T.). Árið 1947 kvæntist Adolf Stefaníu Önnu Frímannsdóttur bónda á Austara-Hóli í Flókadal, Guðbrandssonar bónda á Steinhóli í sömu sveit, fórst með þilskipinu ’Maríönnu’ í maímánuði 1922, Jónssonar bónda á Vestara-Hóli, Ólafssonar, og konu hans Jósefínu Jósefsdóttur bónda á Stóru-Reykjum í Flókadal, Björnssonar, síðast bónda í Hvanndölum, fórst með ’Haffrúnni’ 1964, Gíslasonar, og konu hans Svanfríðar Sigurðardóttur bónda á Stóra-Grindli í Fljótum o.v., Sigmundssonar. Þau Adolf og Stefanía áttu ekki börn saman, en son átti Stefanía áður en þau giftust, Guðmund, sjómann á Bíldudal vestur, og gekk Adolf honum í föðurstað. Adolf Björnsson var meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og þykkur undir hönd, sléttfarinn í andliti, fríður sýnum, svipmótið festulegt, yfirbragðið stillilegt og rólegt. Hann var greindur maður og geðþekkur, fasprúður og hægur í viðmóti, vel máli farinn og þó orðstilltur og enginn hávaðamaður, en hélt á máli sínu af einurð og hóglátri festu. G.M.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.