Skírnir - 01.01.1975, Side 216
214
RITDOMAR
SKIRNIR
má að þar hafi á stundum ráðið það sjónarmið að binda sig við elstu tíma
Islandssögunnar. Ef svo er vona ég að Kristjáni auðnist að stinga aftur niður
penna og gera grein fyrir fornminjum og forngripum íslenskra miðalda. Það
er mikill fengur í greinum eftir jafn fróðan mann og Kristján, en það hefði
verið æskilegt að meira skipulags hefði gætt í framsetningu þessarar greinar.
Grein Jakobs Benediktssonar nefnist „Landnám og upphaf allsherjarríkis".
Undir þessum maurerska titli kemur fram, eins og endranær hjá Jakobi, vönd-
uð og skýr fræðimennska. Þó gætir hér nokkurs tvíveðrungs í afstöðunni til
heimilda um fyrstu byggð og elstu tíð manna á Islandi. Það er rétt að staldra
við þetta atriði því að mér virðist að Sigurði Líndal sé einnig tamt að tvístíga
í greinum þeim sem koma á eftir grein Jakobs, slá ýmist úr eða í um heim-
ildirnar.
Þegar á síðari hluta 19. aldar var bent á, ekki síst af fílólóginum Edwin
Jessen, að íslendingasögur væru skrifaðar löngu eftir þá atburði sem þær
lýstu. Hann efaðist því um áreiðanleik frásagna þeirra. Skoðanir Jessens tók
Björn M. Ólsen upp að nokkru og þróaði þær frekar í Landnámuathugunum
sínum. Finni Jónssyni var hinsvegar lítt um skoðanir Jessens og Ólsens gefið.
Hér er ef til vill eitthvað af uppruna tvískinnungsins í skrifum Jakobs og Sig-
urðar. Annarsvegar þræða þeir oft allnákvæmlega texta frá 12. og 13. öld og
gleyma því að textarnir eru of ungir til að geta talist vitnisbærir um 10. og 11.
öld. Hinsvegar skýtur gagnrýnin afstaða oft upp kollinum, textarnir frá 12. og
13. öld eru fyrst og fremst heimildir um ritunartíma sinn og skoðanir manna
þá.
Þetta er mikilvægt vandamál. Það er rétt að gera sér ljóst að hér gefst eng-
inn meðalvegur, sé slegið af kröfum gagnrýninnar er farin leið sagnaritara
miðalda, leið samræminga og sambræðslu. Möguleikamir að komast að sög-
unni „wie es eigentlich gewesen“ hverfa með öllu. Kröfunni um að heimildir
séu samtíða þeim atburðum sem þær lýsa má ekki slaka á.
Eg skal nefna nokkur dæmi þar sem ég tel að þeir Jakob og Sigurður hafi
ekki gert nógu harðar kröfur til heimildaefnis síns. Fyrst í grein Jakobs, á
bls. 159, eru frásagnir Landnámugerða um komu landnámsmanna frá Bret-
landseyjum raktar athugasemdalaust. Á bls. 164 er talað um að menn hafi lík-
lega reynt að koma sér upp reglum um stærð landnáma í þann mund sem þeir
námu land þótt IJaraldur hárfagri hafi ekki nauðsynlega átt þar hlut að máli.
í grein Sigurðar, á bls. 232, er ekki efast um að kristnir menn hafi flust hing-
að út og fyllt hóp kristinna landnámsmanna, m. a. Auður djúpúðga. Á bls. 246
virðist því trúað að Þorgeir ljósvetningagoði liafi í raun og veru flutt ræðu þá
sem skráð er í íslendingabók og lögð honum í munn meira en hundrað árum
eftir að hún átti að hafa verið flutt. Hér verða menn að beita heimildirnar
harðari gagnrýni svo að þær leiði þá ekki í ógöngur.
Grein Jakobs er í hefðbundnum stíl. Þar sem ræðir um skipulag þjóðveldis-
ins er varla undirstrikað nógsamlega að það voru landeigendur sem ákvörðuðu
stærð goðorða. Þeir réðu samkvæmt Grágásarlögum hvar leiglendingar þeirra
voru í þingi. Orðið bændur nær yfir menn af mjög sundurleitum stigum, ólík