Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1975, Page 216

Skírnir - 01.01.1975, Page 216
214 RITDOMAR SKIRNIR má að þar hafi á stundum ráðið það sjónarmið að binda sig við elstu tíma Islandssögunnar. Ef svo er vona ég að Kristjáni auðnist að stinga aftur niður penna og gera grein fyrir fornminjum og forngripum íslenskra miðalda. Það er mikill fengur í greinum eftir jafn fróðan mann og Kristján, en það hefði verið æskilegt að meira skipulags hefði gætt í framsetningu þessarar greinar. Grein Jakobs Benediktssonar nefnist „Landnám og upphaf allsherjarríkis". Undir þessum maurerska titli kemur fram, eins og endranær hjá Jakobi, vönd- uð og skýr fræðimennska. Þó gætir hér nokkurs tvíveðrungs í afstöðunni til heimilda um fyrstu byggð og elstu tíð manna á Islandi. Það er rétt að staldra við þetta atriði því að mér virðist að Sigurði Líndal sé einnig tamt að tvístíga í greinum þeim sem koma á eftir grein Jakobs, slá ýmist úr eða í um heim- ildirnar. Þegar á síðari hluta 19. aldar var bent á, ekki síst af fílólóginum Edwin Jessen, að íslendingasögur væru skrifaðar löngu eftir þá atburði sem þær lýstu. Hann efaðist því um áreiðanleik frásagna þeirra. Skoðanir Jessens tók Björn M. Ólsen upp að nokkru og þróaði þær frekar í Landnámuathugunum sínum. Finni Jónssyni var hinsvegar lítt um skoðanir Jessens og Ólsens gefið. Hér er ef til vill eitthvað af uppruna tvískinnungsins í skrifum Jakobs og Sig- urðar. Annarsvegar þræða þeir oft allnákvæmlega texta frá 12. og 13. öld og gleyma því að textarnir eru of ungir til að geta talist vitnisbærir um 10. og 11. öld. Hinsvegar skýtur gagnrýnin afstaða oft upp kollinum, textarnir frá 12. og 13. öld eru fyrst og fremst heimildir um ritunartíma sinn og skoðanir manna þá. Þetta er mikilvægt vandamál. Það er rétt að gera sér ljóst að hér gefst eng- inn meðalvegur, sé slegið af kröfum gagnrýninnar er farin leið sagnaritara miðalda, leið samræminga og sambræðslu. Möguleikamir að komast að sög- unni „wie es eigentlich gewesen“ hverfa með öllu. Kröfunni um að heimildir séu samtíða þeim atburðum sem þær lýsa má ekki slaka á. Eg skal nefna nokkur dæmi þar sem ég tel að þeir Jakob og Sigurður hafi ekki gert nógu harðar kröfur til heimildaefnis síns. Fyrst í grein Jakobs, á bls. 159, eru frásagnir Landnámugerða um komu landnámsmanna frá Bret- landseyjum raktar athugasemdalaust. Á bls. 164 er talað um að menn hafi lík- lega reynt að koma sér upp reglum um stærð landnáma í þann mund sem þeir námu land þótt IJaraldur hárfagri hafi ekki nauðsynlega átt þar hlut að máli. í grein Sigurðar, á bls. 232, er ekki efast um að kristnir menn hafi flust hing- að út og fyllt hóp kristinna landnámsmanna, m. a. Auður djúpúðga. Á bls. 246 virðist því trúað að Þorgeir ljósvetningagoði liafi í raun og veru flutt ræðu þá sem skráð er í íslendingabók og lögð honum í munn meira en hundrað árum eftir að hún átti að hafa verið flutt. Hér verða menn að beita heimildirnar harðari gagnrýni svo að þær leiði þá ekki í ógöngur. Grein Jakobs er í hefðbundnum stíl. Þar sem ræðir um skipulag þjóðveldis- ins er varla undirstrikað nógsamlega að það voru landeigendur sem ákvörðuðu stærð goðorða. Þeir réðu samkvæmt Grágásarlögum hvar leiglendingar þeirra voru í þingi. Orðið bændur nær yfir menn af mjög sundurleitum stigum, ólík
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.