Sagnir - 01.06.1998, Page 4

Sagnir - 01.06.1998, Page 4
3 sút og sumar dætur með henni en sumar glúpnuðu yfir hennar harmi. Lifði hver sem lysti en engi þorði um að vanda né satt að mæla.4 Ætla má að þvílík lýsing segi mikið um samfélagssýn sagna- ritara. Niðurstaða þeirra sem best þekkja til Sturlungasögu verður líka þessi: „Samsteypan [...] lýsir samfélagi í upplausn.“5 Líklegt má telja að sömu sagnaritararnir hafi bæði ritað Íslendingasögur og samtímasögur. Þar með höfum við í raun fengið glögga mynd af hinu tvíþætta sjónarhorni bölsýninnar: fortíðardýrkuninni og samtímaósómanum. Það er því ekki fráleitt að álykta sem svo að einmitt fortíðardýrkunin sé öðru fremur sköpunarkraftur Íslendingasagnanna, höfuðdyggðirnar drengskapur og hugdirfska skína út úr nánast hverri setningu. Þá verður um leið skiljanlegra að lestur og þekking á þeim sögum veki nánast undantekningarlaust þessa sömu dýrkun í brjósti lesandans en sú hefur raunin verið allt fram á þessa öld. CRYMOGÆA: FYRSTA ÍSLANDSSAGAN Í inngangi Jakobs Benediktssonar að þýðingu hans á Crymogæu Arngríms lærða Jónssonar segir m. a.: Öllu þjóðlífi fór hnignandi framan af 17. öld, konungsvald færðist í aukana, verslunaráþján harðn- aði, innlend auðlegð fór þverrandi. En þá birtist Crymogæa með viðhorf, sem oft hafa raunar verið uppi höfð síðan, höfundur hennar sér fornöldina í ljóma fjarlægðar og fornra afreksverka og reynir með því að telja kjark í samtíð sína, en hún hafði mikil og langvinn áhrif á söguskilning og þjóðernisvitund Íslendinga.6 Það er rétt að benda á að þótt Arngrímur (og raunar Jakob Benediktsson einnig) hafi þannig birt lesandanum þjóðveldið í glæstum ljóma, taldi hann lok þess ekki slæm tíðindi: Landsmönnum virtist ekki heldur önnur leið greiðari né annað ráð öruggara til þess að friða þjóðfélagið [eftir skálmöld Sturlungaaldar] en að bæði höfðingjar og alþýða lyti valdi eins konungs.7 Þannig tókst honum að sameina þjóðveldisaðdáun sína og konungshollustu, því ekki mátti vafa bregða á hið síðar- nefnda. Í því sambandi má nefna afstöðuleysi hans til enda- loka Jóns biskups Arasonar en um það segir Jakob Benediktsson: „Lýsing hans á þeim atburðum er bæði stuttaraleg og furðu ónákvæm; hann lætur svo sem hann viti harla lítið um síðustu æviár Jóns biskups og líflát þeirra feðga. Þetta er vitaskuld uppgerð ein“.8 Það kann því að vera að viðhorf Arngríms til samtíðar og söguþróunar hafi verið meira bundin hugmyndum um versnandi heim en blasir við í riti hans. Þannig má geta ummæla hans um löggjöf þjóðveldisins: „Þessari réttsýni fornmanna hafa síðari kynslóðir að nokkru leyti líkt eftir með lagaákvæðum en, í framkvæmd hafa þær því miður verið æði daufar, svo sem vér höfum heyrt marga kvarta um með alltof miklum rétti.“9 Jakob Benediktsson taldi að mikil vakning hafi orðið í Íslendingasagnalestri í kjölfar Crymogeu Arngríms sem hann rökstyður með því að vitna í allar þær uppskriftir handrita sem vitað er um frá 17. öld. Síðan bætir hann við: Det jeg her har sagt betyder naturligvis ikke at vi med nogen sikkerhed kan sige hvor mange der læste sagaer i 1600-talet; hvad man derimod med sikkerhed kan hævde er at det har været betydeligt flere end í det foregående århundrede. Hertil kommer at det er en til vished grænsende sandsynlighed for at i hvert fald den mere oplyste del at befolkningen har betraget sagaerne på en helt anden måde end tidligere, dvs. til en vis grad under indflydelse af Arngrímur Jónssons humaniske fremstilling i Crymogea [...].10 Á hvaða máta þessi áhrif koma fram á síðari öldum mun m.a. verða viðfangsefni næstu kafla. Á ÖLD UPPLÝSINGAR Um það bil einni og hálfri öld eftir að Crymogæa kom fyrst út á síðari hluta 18. aldar, birtust í Danmörku tvær bækur um Ísland, Um viðreisn Íslands; Deo, Regi, Patriae og Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Sami maðurinn vann að útgáfu beggja ritanna, Jón Eiríksson konferenzráð. Fyrrnefnda bókin er byggð á sam- nefndu verki Páls Vídalíns lögmanns sem hann ritaði 1699 en Jón endursagði og jók stórum við það. Hann ritaði í inngangi sínum: Af hugmyndum Íslendinga um versnandi heim SAGNIR ‘ 98 Vopnfiminni hafði svo stórlega hrakað að engin dæmi eru um að einn maður hafi vegið marga í orrustu og reyndar voru vopnaviðskiptin í stórorrustum mest grjótkast.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.