Sagnir - 01.06.1998, Síða 22

Sagnir - 01.06.1998, Síða 22
SAGNIR ‘ 98 MYNDUN þJÓðERNIS Þjóðerni er áunnin tilfinning. Til þess að hún myndist þarf að innræta þegnunum þá kennd að þeir séu hluti af einni heild. Hástemmdar lýsingar á þjóðinni sem lífrænni heild duga skammt ef ekki er samkennd á meðal þegnanna. Meira að segja í skýrt afmörkuðum ríkjum eins og Frakklandi, þurfti að skapa þjóðernis- vitundina.6 Það var því verk forystumanna þjóðernishreyfinga og hóps menntamanna að skapa þessa samkennd. Þjóðernissköpunin byggði á rómantískum hugmyndum um þjóðir og einkenni þeirra. Hún var nátengd rómantísku stefnunni og leit hennar í fornar menntir þjóðanna, þjóðkvæði, siði o.s.frv. Þjóðernishyg- gjan kom fyrst upp í hópum mennta- manna sem litu niðurlægingu þjóða sinna óhýru auga og vildu bæta þar úr. Þeirra markmið var fyrst og fremst að innræta gamla og góða siði meðal þjóðarinnar, siði sem þeir sóttu til glæstra tímabila í þjóðarsögunni.7 Sagnfræðingar og fræðimenn höfðu ekki eingöngu fræðilegu hlutverki að gegna á þessu frumstigi þjóðernisstefnunnar, heldur einnig pólitísku. Þjóðarsaga þeirra samanstendur af goðsagnakenndu ferli því þeirra hlutverk var að búa til goðsagnir sem settu vísindalegan stimpil á hina rómantísku leit að tilgangi þjóða.8 En hvernig koma þessar kenningar heim og saman við íslenskan veruleika? 19. öldin er öld ættjarðarljóðanna í íslenskum skáldskap. Allmargir, ef ekki flestir þeirra er stóðu framarlega í stjórnmálum líðandi stundar voru skáld og ortu hástemmd kvæði til landsins. „Eldgamla Ísafold / Ástkæra fósturmold“ orti Bjarni Thorarensen til ættjarðarinnar. Jónas Hallgrímsson orti mikið til fósturjarðarinnar og reyndi að hvetja samtíðarmenn sína til dáða með því að vitna til forn- aldarinnar „Ísland farsælda frón og hagsæla hrímhvíta móðir / Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin best“, spurði hann í fyrsta árgangi Fjölnis. Á sögusýningunni sem haldin var í Menntaskólanum í Reykjavík, í tengslum við lýðveldishátíðina 1944, var Íslandssögunni skipt niður í 9 tímabil og var hverju fyrir sig gerð skil í sérherbergi. Skiptingin hljómar kunnuglega miðað við það sem sagt var hér á undan: Upphaf – þjóðveldi – landafundir og langferðalög – viðnám – niðurlæging – dagrenning – Jón Sigurðsson – barátta – sjálfsforræði.9 Íslandssagan, eða öllu heldur sú íslenska saga sem þjóðernissinnar skráðu, fellur því vel inn í kenninguna um hið goðsagnakennda ferli. Franski trúarbragðafræðingurinn Ernest Renan lagði mikla áherslu á það á síðustu öld að það sem gerði þjóð að þjóð væri viljinn. Þegnarnir þyrftu að vilja tilheyra þjóðinni til að grundvöllur væri fyrir henni. Hann kallaði það að tilheyra þjóð „daglega atkvæðagreiðslu“ sem þegnarnir tækju þátt í. Þeir kusu rétt í þeirri atkvæðagreiðslu vegna þess að þeir áttu sameiginlega sögu og höfðu þar með vilja til að vera þjóð.10 Viljinn til að tilheyra þjóðinni getur ekki verið fyrir hendi ef ekki er nægileg samkennd á meðal þegnanna. Samkenndin er búin til með því að vísa til þess sem þjóðin á sameigin- legt í sögu og menningu sinni, staðháttum, trúarbrögðum o.s.frv.11 Þjóðin verður að skynja að hún er á einhvern veigamikinn hátt aðskilin frá öðrum þjóðum; hún verður að skynja sérstöðu sína SAMEIGINLEGT MINNI Hugtakið sameiginlegt minni hefur verið áberandi í félagssögu á undanförnum árum. Það er þó ekki alveg nýtt af nálinni því franski félagsfræðingurinn Maurice Halbwachs fjallaði um það í skrifum sínum um og fyrir miðja þessa öld. Í vaxandi umræðu um þjóðernisvitund hafa kenningar Halbwachs veitt nýja sýn á gamlar mýtur. Samfélag skiptist í marga hópa og hver einstaklingur tilheyrir mörgum hópum í senn. Í nútímaþjóðfélagi eru fleiri hópar sem einstaklingur getur samsamað sig en nokkru sinni fyrr. Áður fyrr voru það fjölskyldan, stéttin og landsvæði sem skiptu mönnum í hópa en nú á dögum greinist fólk í sundur eftir stjórnmálaskoðunum, félagastarfsemi, áhugamálum, vin- nustöðum og svo mætti lengi telja. Grunneiningarnar eru þó þær sömu þ.e. einstaklingurinn og fjölskyldan. Hver hópur á sér sína sögu og sameiginlega reynslu; hann hefur sameiginlegt minni. Af þessu leiðir að hver og einn einstaklingur býr samtímis yfir fleiri en einu minni eða jafnmörgum þeim hópum sem hann samsamar sig. Hann kallar fram minningar sínar innan þess hóps sem við á í það og það skiptið og staðsetur þannig minningar sínar innan þess hóps.12 Þjóðir eru í raun ekkert annað en slíkir hópar sem ein- staklingar samsama sig í og þess vegna er til sameiginlegt minni þjóðarinnar. Þjóðin man sögu sína, það er henni lífs- nauðsynlegt því hún verður að viðhalda einingu sinni. Þess vegna verður þjóðin líka að gleyma ákveðnum hlutum sem gætu valdið sundrungu. Þjóðfélagið aðlagar sig að fjölbreytni hópanna sem mynda það því fjölbreytileikinn getur ógnað þjóðar- einingunni. Minningar um kúgun stétta, kúgun kvenna, kúgun trúarhópa o.s.frv. ýta undir sundrungu þjóðarinnar. Þess vegna reynir þjóðin að þurrka allt úr minni sínu sem gæti sundrað henni. Af sömu ástæðu endurraðar hún minn- ingum sínum eftir aðstæðum í það og það skiptið til að viðhalda jafnvægi og einingu.13 Halbwachs leggur ríka áherslu á að einstaklingsminnið og samfélagsminnið séu tengd órjúfanlegum böndum og enginn munur sé á hvernig einstaklingur kallar fram minn- Íslenskt fullveldi í 80 ár 21 „Þjóðin er einnig leifar frá löngu horfinni tíð.“ Allmargir, ef ekki flestir þeirra er stóðu framarlega í stjórnmálum líðandi stundar voru skáld og ortu hástemmd kvæði til landsins. Frá sögusýningunni í MR - herbergi með þemanu „barátta“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.