Sagnir - 01.06.1998, Page 28

Sagnir - 01.06.1998, Page 28
SAGNIR ‘ 98 atkvæðisréttar síns. Þann 1. desember 1918 var haldin samkunda fyrir utan stjórnarráðshúsið. Ekki voru jafn margir mættir þar og að- standendur hátíðarinnar höfðu gert sér vonir um og kenndu þeir inflúensufaraldrinum þar um. Henni var einnig kennt um slælegan undirbúning sem m.a. birtist í því að lúðraflokkurinn sem lék var svo fáliðaður og „svo illa æfður að raun var á að hlýða“.47 Ekki virðist hafa verið mikill hátíðarbragur yfir samkomunni ef marka má Morgunblaðið 2. desember. Blaðamaður taldi þó að það megi að hluta til skrifast á dul- lyndi Íslendinga sem séu ekki gjarnir á að láta tilfinningar sínar í ljós. Hann velti því þó einnig fyrir sér „hvort það hefir stafað af skilningsleysi á þýðingu viðburðarins“.48 Degi síðar birti Morgunblaðið umvandanir við hátíðargesti, blaðamanni þótti sem þeir sýndu ekki tilhlýðilega virðingu á hátíðinni: En svo er annað sem ekki er hægt að afsaka. Fólk sýnir ónærgætni, sem því er alls ekki samboðin. Það vita allir, að ótilhlýðilegt er að skeggræða við náung- ann, meðan verið er að halda ræður. Það vita allir, að siður er að taka ofan fyrir þjóðsöngvum á opinberum samkomum. Það vita allir að ekki á að hrópa tífalt húrra fyrir konunginum, og þeir sem ekki kunna að telja upp að níu ættu helzt að þegja. Menn kunna að segja að þetta skifti engu máli, en það er misskilningur. Framkoma fólksins er einmitt veigamesti þátturinn í því, að samkoma geti orðið hátíðleg.49 Endanlega svarið við spurningunni um lítið vægi 1. desember, liggur þó í því hvernig markvisst hefur verið unnið að því að gera 17. júní að degi allrar þjóðarinnar. Við þurfum ekki annað en að líta á þessar tvær dagsetningar til þess að sjá skýringu á því hvers vegna 17. júní hentar betur sem þjóðhátíðardagur Íslendinga. Það segir sig sjálft að betra er að safna fólki saman um hásumar til hátíðahalda en um miðjan vetur. Þetta virðist kannski vera tilviljun ein en er það ekki. Árið 1918 var ekki verið að hugsa um að búa til þjóðhátíðardag. Íslendingar voru að öðlast fullveldi, langþráðan sigur í baráttu sinni og voru ekki að velta sér upp úr því hvort dagsetningin til þess væri hentug eða ekki. Það er hins vegar engin tilviljun að 17. júní varð fyrir valinu sem þjóðhátíðardagur Íslendinga. Það er einmitt kjarni málsins: dagurinn varð fyrir valinu. Þessi dagsetning var ákveðin eftir umræður og þótti henta best, bæði vegna árstíðarinnar og þess að hann var afmælisdagur Jóns Sigurðssonar. SÓMI ÍSLANDS, SVERð þESS OG SKJÖLDUR Íslendingar eiga eina þjóðhetju sem óumdeilanlega er hluti af þjóðernisvitund þeirra. Þjóðhátíðardagur Íslendinga er 17. júní vegna þess að hann er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. Jón var ekki viðstaddur þjóðhátíðina 1874, honum var ekki boðið. Á þessum árum risu deilur í fjárkláðamálinu hvað hæst en Jón hafði bakað sér óvild ýmsra með framgöngu sinni í því máli. Eins og fyrr hefur verið minnst á var hátíðin 1874 öðrum þræði Þingvallafundur. Sá fundur samþykkti ávarp til Jóns Sigurðssonar, vegna fjarveru hans, þar sem honum var þakkað framlag hans til sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Í því ávarpi er fögrum orðum farið um Jón, hann nefndur „forvörður í frelsisbaráttu“ og það talin „þjóðhelg nauðsyn, að minnast þess, að þér hafið barist í broddi frumherja þessa lands, fyrir frelsi þess og frægð.“50 Jón hefur greinilega verið álitinn leiðtogi í sjálfstæðisbaráttunni og fundarmenn tengja hann hinum helgu Þingvöllum: Þolgæði Yðar, fyrirhyggja og staðfesta hefir reist Yðr þann minnisvarða á inu heilaga Lögbergi sögudísar þessa „sögu, stáls og söngva lands“, er um aldr og æfi mun uppi vera meðal inna minnugu systkyna Yðar, og bera blessunar ávöxtu í hjörtum inna frjáls bornu barna ættjarðar Yðar.51 Það er í raun nokkuð sérstakt að hann skuli settur á slíkan stall í lifanda lífi. Jón var í hringiðu stjórn- málanna og áberandi í þjóðlífinu. Yfirleitt eru þeir menn sem gerðir eru að hetjum, ekki lengur á sjónarsviðinu, yfir þeim hvílir bjarmi fjar- lægðarinnar. Það sýnir öðru fremur sérstöðu Jóns að honum skuli hafa hlotnast slík vegtylla í lifanda lífi. Ekki verður annað sagt en að ósk Þingvallafundar árið 1874 um stöðu Jóns á meðal Íslendinga framtíðarinnar hafi ræst. Þetta var undirstrikað þegar dagur var valinn fyrir stofn- un lýðveldis, er þaðan í frá skyldi vera þjóðhátíðardagur Íslendinga. Þjóðhátíðin 1944 hófst með minningarathöfn við myndastyttu Jóns Sigurðssonar. Þar mælti Gísli Jónsson forseti sameinaðs Alþingis og var hann ekki í vafa um stöðu Jóns í Íslandssögunni. Við þessi tímamót bæri „ekkert nafn íslenzkra manna, þegar minnzt er liðins tíma, hærra en Jóns Sigurðssonar. Það er ritað í sögu frelsisbaráttu Íslendinga óafmáanlegu letri.“52 Þetta var ekki eina athöfnin sem fór fram til heiðurs Jóni þennan dag. Þjóðhátíð Vestfirðinga var haldin á Íslenskt fullveldi í 80 ár 27 „Þjóðin er einnig leifar frá löngu horfinni tíð.“ Jón var í hringiðu stjórn- málanna og áberandi í þjóðlífinu. Yfirleitt eru þeir menn sem gerðir eru að hetjum, ekki lengur á sjónarsviðinu, yfir þeim hvílir bjarmi fjarlægðarinnar. Aðalstræti árið 1880 - útför Jóns Sigurðssonar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.