Sagnir - 01.06.1998, Page 37

Sagnir - 01.06.1998, Page 37
skaut það reglulega upp kollinum á þingi og í hel- stu blöðum landsins allan þriðja áratuginn og fram á þann fjórða, þá gjarnan samfara umræðum um vandræði Íslandsbanka. En við lokun bankans árið 1930 voru útistandandi erlendar skuldir hans allmiklar og þar á meðal var hluti hans í enska lán- inu kominn upp í um 5 milljónir króna. Þar sem ríkissjóður stóð í raun í ábyrgð fyrir láninu, ásamt hinum miklu erlendu skuldum, var ljóst að gjaldþrot bankans myndi spilla stórlega lánstrausti landsins. Því fór svo, meðal annars eftir hvatningu frá lánadrottnum bankans erlendis að bankinn var endurreistur sem Útvegs- banki Íslands h/f og lagði ríkissjóður m.a. fram 3ja milljón króna hlutafé sem notað var til að greiða upp hlut bankans í enska lán- inu.37 Framlag ríkissjóðs til endurreisnar bankans sem Útvegsbanka skýrir þá hækkun sem verður á stöðu enska lánsins í rík- isreikningi árið 1930 og sjá má í grafi hér að framan.38 Árið 1933 tók ríkissjóður síðan 1,3 milljón króna lán hjá Barclays Bank í Englandi, sem aðallega var notað til að breyta eftirstöðvunum af enska láninu.39 Í frétt sinni af lán- tökunni, þann 10. mars 1934 segir blaðið Framsókn frá því að ríkisstjórnin hafi nýlega gengið frá samningum ,,um stórkostlega bætt kjör á enska láninu frá 1921.“ Segir frá því að vegna laga í Englandi sem bönnuðu útboð á erlendum lánum hafi það verið nokkrum erfiðleikum bundið að fá láninu breytt. En við skuldbreytinguna lækkuðu vextirnir úr 7% niður í 5%, breytingin kostaði að vísu um 18 þúsund sterlingspund. Ennfremur kemur fram í fréttinni að eftirstöðvar enska lánsins séu að nafnvirði 409.650 sterlingspund. Greinilegt er að blaðið fagnaði þessari skuldbreytingu og í því er borið lof á stjórnina fyrir að hafa komið þessu máli í gegn, enda studdi það hana. Eða eins og segir í frétt blaðsins: Hins vegar [þ.e. þrátt fyrir kostnaðinn, 18 þúsund pund] sparast við breytinguna 5.500 sterlpd. á hverju ári í þau 17 ár sem eftir er af lánstímabilinu. Það er samtals um 93.500 stpd. Það gerir með núverandi gengi rúmar 2 milj. króna. Þótt mikils sé um vert hinn beina hagnað, sem af breytingunni verður, er hitt meira um vert, að losa ríkið undan þeirri niðurlægingu, að þurfa að una við annað eins ókjaralán og þetta var. Sá hagur verður ekki metinn í krónum eða stpd.40 Árið eftir eða 1935 var svo aftur tekið lán í Englandi og nú hjá Hambros banka að upphæð 11,7 milljón króna og var lánið notað til að greiða upp nokkrar eldri skuldir ríkissjóðs.41 En þrátt fyrir að hugur hafi verið á Alþingi að borga einnig upp enska lánið þá varð raunin önnur, lánið var ekki borgað upp fyrr en á lýðveldisárinu 1944, eftir að hagur landsins hafði aftur batnað all verulega með auknum stríðsgróða. Með því má segja að hið eiginlega enska lán frá árinu 1921 hafi endanlega horfið úr reikningum ríkissjóðs.42 LÁNSKJÖR Í HALLÆRUM Enska lánið sem tekið var árið 1921 var það fyrsta sem ríkissjóður tók utan Danmerkur. Lánsupphæðin var mjög há eða 500 þúsund sterlingspund, enda var þörfin fyrir lánið mikil. Nauðsynlegt var að rétta bankakerfinu hjálparhönd. En annar helsti banki landsins, Íslandsbanki sem jafnframt sá um seðlaútgáfuna, var nánast kominn í þrot vegna vaxandi erfiðleika útflutningsatvinnuveganna. Þeir erfiðleikar áttu rætur að rekja til efnahagsvandræða í kjölfar heimsstyrjal- darinnar fyrri, og gífurlegs verðfalls á öllum helstu mörkuðum útflutningsafurða okkar. Á þessum árum var flokkaskipun heimas- tjórnartímans tekin að riðlast og ný stjórn- málaöfl að koma til sögu. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru frá upphafi í harði andstöðu við Íslandsbanka, þar sem þessir flokkar lögðu annars vegar áherslu á ríkisrekstur og hins vegar á samvinnurekstur, eðlilegast væri að allar bankastof- nanir væru í eigu landsmanna sjálfra. Þannig mátti ljóst vera að andstaða þessara afla gegn Íslandsbanka myndi einnig færast yfir á töku enska lánsins, þar sem aðalrökstuðningurinn fyrir lántökunni var aðstoð við bankann. En einnig taldi stór hluti almennings að bankinn ætti að nokkru leyti sök á þeim vandamálum sem að steðjuðu í íslensku efnahagslífi. Gagnrýnin á enska lánið var einkum á hið klúðurslega orðalag er varðaði tryggingu þess, og töldu margir að með því 36 Páll Baldursson 19 18 - 1 99 8 SAGNIR ‘ 98 Skýringuna á þessum slæmu láns- kjörum má rekja til þeirra erfiðu tíma er voru á fjármálamörkuðum heimsins, bágrar stöðu efnahagslífsins hér á landi, sem og til þess að íslenska ríkið var óþekkt á erlendum lánamarkaði. Merki Hambros-bankans til vinstri og Barclays-bankans til hægri. Lánveitandi enska lánsins, Helbert-Wagg & Higginson, hafði ekkert slíkt skraut á sínum plöggum. Hér var um að ræða nokkurs konar pappírsfyrirtæki sem ekki er til lengur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.