Sagnir - 01.06.1998, Síða 66

Sagnir - 01.06.1998, Síða 66
SAGNIR ‘ 9865 Ímyndunaraflið til valda Íslenskt fullveldi í 80 ár miklum breytingum jafnt hið ytra sem innra. Byltingarhetjur eins og Maó42 og Karl Marx43 tóku að prýða síður skólablaðanna ásamt slagorðum um að bylting væri hafin.44 Ekki var síður gert vel við Che Guevara sem fékk jafnvel ljóð í sinn hlut.45 Norðlendingum var það mikið í mun að segja skilið við fortíðina að þeir breyttu nafni skólablaðsins sem hét Muninn í Hælistíðindi sem mun hafa verið nöpur ádeila á hvernig komið væri fyrir Menntaskóla Akureyrar.46 Þannig átti kerfið stöðugt erfiðar uppdráttar meðal unga fólksins. Það leit tortryg- gnisaugum jafnt á innlenda sem erlen- da valdhafa. DEILT Á VÍETNAMSTRÍðIð OG NATO Víetnamstríðið hafði verið eitt helsta mótmælaefni ´68 mót- mælanna. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins hafði hafið baráttuna gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam sem einangraður en hávær minnihlutahópur.47 Auk fylkingarinnar voru ýmsar nefndir stofnaðar til höfuðs Víetnamstríðinu. Þær urðu skammlífar en með stofnun hverrar nýrrar nefndar kom fram skeleggari afstaða gegn hlutdeild Bandaríkjanna í stríðinu.48 Aukið líf var fært í samtök herstöðvaandstæðinga með endurreisn samtakanna vorið 1972. Slagorðið „Ísland úr Nato-herinn burt“ var tekið upp og með það að vopni var skundað til Keflavíkur í mótmælaskyni.49 Róttækni festi sig í sessi meðal stúdenta næstu árin. Vinstri menn treystu stöðu sína með sífellt sterkari slagorðum. Í Stúdentablaðinu frá 1. maí 1972 gat að líta eftirfarandi hvat- ningu á forsíðu: „NÁMSMENN Í REYKJAVÍK – Fjölmennið á útifundinn og kröfugönguna 1. maí og sýnið þannig stuðning við verkalýðinn og baráttu hans.“ Ennfremur: Mætum öll á morgun [...] til að taka hressilega og hreinskilningslega á móti WILLIAM RODGERS, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og skósveini Nixons. Þá sakar heldur ekki að hafa það í huga í leiðinni að um þessar mundir [...] eru liðin tvö ár síðan fjórir banda- rískir stúdentar voru skotnir til bana í mótmælagöngu gegn styrjöldinni í Víetnam.50 Daginn eftir meinuðu róttæk ungmenni bandaríska utanríkis- ráherranum að skoða miðaldahandrit í Árnagarði.51 Hægri- stúdentar brugðust hart við með yfirlýsingu sem Vaka sendi frá sér en í henni segir að þeir sem aðhyllast skoðanir valdbeitingarmanna og meiri hluta Stúdentaráðs, eru fremur fámennur hópur öfgamanna, og barát- tuaðferðir þeirra eru með allt öðru móti en þorra stúdenta. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur tekið upp þá stefnu að styðja baráttu Þjóðfrelsis- fylkingarinnar í Vietnam eða skæruliðasveita kommúnista þar í landi. [...] Vaka lýsir yfir samúð sinni með vietnömsku þjóðinni og átelur jafnframt harðlega þá menn, sem taka upp hanzkann fyrir annan styrjaldaraðilann og fordæma hinn.52 KOMMAKLÍKUR OG HIPPAMENNING Þó svo vinstri menn væru háværir í kröfugerðum sínum voru markmiðin fremur óljós. Upp úr 1972 tóku róttæklingar að bregðast við því með stofnun kommúnískra samtaka. Smáklíkur menntskælinga tóku að myndast utan um hugmyndafræði kennda við Maó og Trotský. Baráttan skyldi nú fá á sig agaða og fræðilega mynd. Þeir róttæklingar sem gengu þessum klíkum á hönd höfðu nú fengið prógramm í hendur sem bauð upp á allsherjar lausnir. Aldrei urðu klíkurnar fjölmennar, enda fyrst og fremt bundnar við menntaskólana, en þær bárust hins vegar mikið á.53 Um sömu mundir hafði hópur ungs fólks tileinkað sér sinn eigin lífstíl sem gekk að mörgu leyti á skjön við „hið reglubundna og formfasta líf venjulegra borgara“ sem þótti einkennast af „andleysi og efnishyggju [...].“54 Unga fólkið vildi þó upp til hópa ekki fara á mis við lystisemdir lífsins. Þeir sem sögðu neysluhyggjunni stríð á hendur fordæmdu slíkan „smáborgaraskap.“ Dæmi um þess háttar gagnrýni birtist í skólablaði MA þar sem deilt var á útskriftarnema fyrir að efna til „drykkju- og afslöppunarferðar á Spáni [...].“55 Þeir sem lengst gengu í þessum efnum voru hipparnir sem hugðust segja skilið við neyslusamfélagið með því að treysta sem mest á sjálfsþurft og eigin sköpunargleði.56 Þeir hugðust breyta þjóðfélaginu með eigin lífsstíl sem sagður var einkennast af ást og frið. Þeir sem tóku hippadrauminn alvarlega og vildu ekkert með samfélagið hafa voru algerlega á skjön við þá róttæklinga sem vildu breyta þjóðfélaginu með pólitískri orðræðu og aðgerðum. Hér voru komnir fram tveir megin- straumar sem áttu sér sameiginlegan óvin en baráttuaðferðirnar voru hins vegar gjörólíkar. Þeir sem kröfðust baráttu sökuðu hippana um að flýja veruleikann með algeru aðgerðarleysi.57 Hipparnir héldu því hins vegar fram að fyrst yrði að breyta einstaklingnum áður Smáklíkur menntskælinga tóku að myndast utan um hugmyndafræði kennda við Maó og Trotský. Baráttan skyldi nú fá á sig agaða og fræðilega mynd. Kurteisisheimsókn herskipa Atlantshafsbandalagsins í Reykjavíkurhöfn og viðbrögðin við henni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.