Sagnir - 01.06.1998, Page 68

Sagnir - 01.06.1998, Page 68
SAGNIR ‘ 9867 Ímyndunaraflið til valda Íslenskt fullveldi í 80 ár eða koma fram yfirleitt. Í því sambandi má nefna að þéringar lögðust af. Unga fólkið vildi í stuttu máli sagt geta notið líf- sins á eigin forsendum. Út frá þessum anda mynduðust tveir hliðarstraumar sem annars vegar má kenna við neyslugranna hippa en hins vegar við róttæka sósíalista. Þessir hliðarstraumar náðu ekki sérlega vel saman eins og fram hefur komið. Meginhópurinn lagði hins vegar mest upp úr að njóta lífsins eins og ungu fólki er tamt. Það sem sameinaði æskuna var fyrst og fremst sú æskulýðsmenning sem þegar hefur verið gerð grein fyrir. Út frá þessum skilnin- gi reið unga fólkið á vaðið með því að skapa sér eigin menningu. Upphaflega ögraði hún viðteknum sjónarmiðum en tók þar næst að festast í sessi. Markaðsöflin eru ekki þekkt fyrir að láta snuða sig til lengdar og hlutu því að ganga á lagið og aðlagast nýjum aðstæðum. Þar sem unga fólkið vildi upp til hópa njóta lífsins voru fæstir á því að sniðganga neyslusamfélagið. Því var hvorki um það að ræða að markaðsöflin hefðu skapað nýja tísku né að þau hefðu stolið byltingunni. Það er hins vegar augljóst að æskulýðsmenningin varð að tísku en það breytir því ekki að viðhorfin til samfélagsins höfðu breyst. Hugarfarsbreyting hafði átt sér stað sem markaðist af andstöðu við valdið. Það leiddi til aukins frjáls- ræðis sem kom hvað skýrast fram í klæðaburði manna og framgöngu. Hin sósíalísku viðhorf höfðu á hinn bóginn staðnað þegar hér er komið sögu. Kommúnistaklíkurnar koðnuðu niður og frjálshyggja ruddi sér leið inn í menntaskólana og varð leiðandi í umræðunni.67 Því var haldið fram að „fótvísi framvarðarins eftir fræðanna hljóðan hefði orðið [´68-] hreyfingunni að fjörtjóni.“68 Vinstrimennska fór úr tísku og upp úr 1980 misstu talsmenn hennar meirihlutann í Háskólanum. Hún átti sitt blómaskeið á fyrri hluta 8. áratug- arins og náði hámarki haustið 1975 þegar 5000 námsmenn mótmæltu fyrihugaðri skerðingu námslána á Austurvelli með þeim árangri að horfið var frá henni.69 Nýir árgangar ungs fólks tóku að gagnrýna ´68- kynslóðina fyrir að þykjast hafa svör á reiðum höndum. Lífsstíll hennar og hin sósíalísku sjónarmið fóru úr tísku og hún varð hluti af því kerfi sem þeir róttækustu höfði barist gegn. Hún gekk hins vegar inn í það með frjálslyndara hugar- fari en fyrri kynslóðir. Næsta tískusveifla birtist í pönkinu sem leit nöprum augum á hippamenninguna.70 Afstaðan gegn valdinu fékk þar með á sig ýktari mynd sem sýnir vel þá arfleifð sem ´68 róttæknin skyldi eftir sig. ARFUR ´68-KYNSLÓðARINNAR Á tíu ára afmæli ´68-kynslóðarinnar 1978 gerðu vinstri menn baráttuna að umtalsefni á síðum Stúdentablaðsins. Þar er því haldið fram að 68-hreyfingin hafi skotið „rótum í HÍ þótt því fari fjarri að frelsisbylgjan hafi markað djúp spor í skólanum.“ Þess er ennfremur getið að andinn innan HÍ markist fyrst og fremst af doða.71 Fjárhagur FS (Félagsstofnun stúdenta) var orðinn mjög slæmur þegar hér var komið sögu. Almenn óstjórn einkenndi reksturinn enda var litið á bókhald og hagnað sem smáborgaralegt bjástur. Ríkisvaldið neyddist því til að leggja fram fé til að rétta reksturinn við.72 Þegar vinstri menn misstu stjórnartaumana upp úr 1980 tók raunhæfari hagsmunabarátta við sem leiddi til mikillar uppbyggingar innan Háskólans.73 Það hafði komið í ljós að rót- tæklingarnir höfðu borist talsvert af leið í baráttu sinni gegn auðvaldinu. Í grein sem birtist í Heimsmynd 1986 er gerð úttekt á unga fólkinu og það borið saman við ´68-kynslóðina. Því er haldið fram að efnishyggjan sé í fyrirrúmi. Námsfólk leggi sig eftir að tileinka sér praktíska menntun auk þess sem lítið annað komist „að hjá þeim en fatnaðurinn sem þau klæðast, líkamsrækt og ljósaböð.“74 Jón Ásgeir Sigurðsson heldur því fram að bjartsýni hafi umfram allt einkennt tímabilið eftir 1970 en hann var þá í broddi fylkingar innan námsmanna- hreyfingarinnar.75 Oft hefur verið haft að orði að þá hafi svonefnd „lýðræðiskynslóð“ vinstri manna komið fram. Óskar Guðmundsson vill meina að „sú staðreynd að Alþýðubandalagið hrakti ´68-kynslóðina af höndum sér sé hin stóra ógæfa vinstri manna á Íslandi.“ Er þar um að ræða fólk sem stefnir að sameiningu vinstri aflanna76 en þeirra helsta afrek hlýtur að teljast sigur R-listans í borgarstjórnar- kosningunum 1994. Jón Ásgeir leiðir getum að því að þeir sem voru við nám á þessum tíma séu félagslega virkari en aðrir. Röksemdarfærslan er sú að þeir lokuðust „ekki inn í þröngu hagsmunapoti, heldur var ætíð reynt að sjá hlutina í stærra samhengi“ um leið og sanngjörnum hagsmunakröfum sé fylgt eftir af miklum krafti.77 Hér vísar Jón Ásgeir til þess anda sem ríkti meðal ungs fólks á þessum árum. Í dag er ´68-kynslóðin orðin miðaldra og ætti samkvæmt því að ráða ríkjum í þjóðfélaginu í dag. Því hlýtur að vera forvitnilegt að litast um og sjá hvernig er umhorfs. Ég held að Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, hafi hitt naglann á höfuðið í grein sem hann birti 1993 en þau orð virðast eiga jafn vel við í dag. Við grípum niður í hugleiðingu hans um hvað orðið hafi um baráttufólk þessara ára: Og allt í einu rann það upp fyrir mér: það er ekkert þetta fórnfúsa hugsjónafólk sem manni kemur fyrst í hug þegar minnst er á ´68- kynslóðina á Íslandi. Það er eitthvað allt annað lið búið að helga sér þetta ár upp úr 1980 tók raunhæfari hagsmunabarátta við sem leiddi til mikillar uppbyggingar innan Háskólans. Það hafði komið í ljós að róttæklingarnir höfðu borist talsvert af leið í baráttu sinni gegn auðvaldinu. Frá Stokksnes- göngu árið 1983. Enn gera sagn- fræðingar sig gildandi, framar- lega er Gunnar Karlsson prófessor.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.