Sagnir - 01.06.1998, Síða 80

Sagnir - 01.06.1998, Síða 80
ur í að skrifa fréttaskýringu um fornleifafund við Aðalstræti í Reykjavík, af því að hann hefur BA-próf í sagnfræði, hann fer auðvitað í fræðibækur og frumheimildir og leitar sér að þeim fróðleik sem hann þarf að nota. Hins vegar þarf hann að vita talsvert, um landnámssögu, sögu Innréttinganna, byggð í Reykjavík, gerð torfhúsa, notkun geislakolsmælinga og ösku- laga til tímasetningar, til þess að geta byrjað að leita fróðleiks af einhverju viti. Hann þarf að hafa hugmynd um hvers hann á að leita, og hann þarf líka að hafa eins konar uppistöðu þekkingar í kollinum til þess að hvert nýtt þekkingarbrot tengist einhverju sem hann veit fyrir. Í rauninni er nauðsynlegt að allir sagnfræðingar hafi slíka uppistöðu í allri þeirri sögu sem er lifandi hluti af menningararfi okkar (kannski um það bil frá Hellas í Evrópusögu og frá landnámi í Íslandssögu). Sá sem vill taka þátt í skynsamlegri umræðu um mannvistarleifar við Aðalstræti kemst stutt áleiðis ef hann þekkir bara annaðhvort söguna af landnámi í Reykjavík eða sögu Innréttinganna. Hann gæti jafnvel reynst hættulega þröngsýnn. Þess vegna jaðrar allt val í grunnnámi í sagnfræði við að vera uppeldi í þröngsýni. 2. Tækni sagnfræðinga má skipta í tvo meginhluta. Annars vegar þurfa þeir að kunna að leita þekkingar, í heim- ildum, sagnfræðiritum og um hvaðeina annað sem snertir mannlíf, því að fátt mannlegt reynist sagnfræðinni óvið- komandi þegar út í starf er komið. Hins vegar þurfa þeir að ráða yfir ýmiss konar tækni við að setja efni fram, vita að tilvitnanir þarf að gáta, kunna að vísa til heimilda og skrá þær. Síðartalda tæknin hefur lengi þótt nauðsynlegur hluti sagnfræðináms. Þó var langt fram eftir þessari öld hægt að komast af með afskaplega frumstæða tækni við heimilda- skráningu í Íslandssögu. Heimur hennar var svo lítill, ritin svo fá og iðkendur fræðanna svo handgengnir þeim öllum, að menn sáu ekki þörf á skipulegri heimildaskráningu. Í metnaðarfullum yfirlitsritum eins og Sögu Alþingis (1945- 56), Sögu Íslendinga (1942-58) og Íslendinga sögu Jóns Jóhannessonar (1956-58) eru engar heimildaskrár eða yfirleitt neinir lyklar að til- vísunum, þótt þær séu oft harkalega skammstafaðar. Í riti Jóns Jóhannes- sonar má lesa neðanmálsgreinar eins og þessar, og eru styttingarnar hvergi útskýrðar:8 „3 Ísl. annálar.“ „1 Smbr. Tímar. Bmf. 1897, 190- 194.“ „2 Greinargott yfirlit um þetta mál er í Ísl. fornr. XXVI, form. lxxiv- lxxxi.“ „1 Landn. 1900, 69, 191; Landn. 1921, 105.“ „2 Árb. fornl 1937- 1939, 5-18 [Haakon Shetelig].“ „2 Safn t. s. Ísl. IV, 357-384.“ „1 Smbr. Grg. III, 613 (undir frænd- semi); Ísl. fbrs. I, 383-388.“ Í rannsóknarritum kom tilvísanar- tækni nokkru fyrr til sögunnar. Hún er til dæmis komin í allgott horf í doktorsritgerðum Þorkels Jóhannessonar 1933 og Helga P. Briem 1936.9 Hins vegar voru gefin út að minnsta kosti fram á fimmta áratug aldarinnar að öðru leyti vönduð fræðirit án heimildaskrár, til dæmis bók Björns Þórðarsonar um Landsyfirréttinn, árið 1947.10 Fyrrtalda tæknin, að leita vitneskju, var hvorki nefnd né kennd á námsárum mínum í Háskóla Íslands, 1962-70. En hún komst mikið í tísku upp úr því, kannski einkum vegna áhrifa frá kennslufræði sem lagði áherslu á að þekking úreltist fljótt en kunnáttan við að leita þekkingar væri sígild. Í dönsk- um háskólum var til dæmis tekinn upp „introduktionskursus i benyttelse af fagets hjælpemidler“ árið 1968, og tveimur árum síðar var gefin út handbók til að nota í þessu námskeiði undir aðaltitlinum Introduktion til historie. Mottó bókarinnar er spakmæli eftir Piet Hein: Stor er den som véd, men større den som véd hvor han skal spørre. Enda er bókin að mestu leyti bókaskrár en afgangurinn tilsögn í notkun bókasafna.11 Undir áhrifum þessarar stefnu var handbókanotkun tekin upp sem sérstakur hluti af inngangsnámi í sagnfræði við Háskóla Íslands haustið 1978. Þó hygg ég að hún hafi aldrei skipað neitt svipað rúm þar og í Kaupmannahöfn, enda eru það líklega aðeins almennustu atriði leitartækni sem ráðlegt er að kenna í sérstöku námskeiði fremur en í námskeiðum um einstök tímabil sögunnar, þar sem þau eru á annað borð í boði. 3. Ályktunarhæfni. Leikni í að álykta af heimildum um staðreyndir og af staðreyndum um orsakatengsl og heildar- myndanir hlýtur að þjálfast í sagnfræðinámi. Nemendur leggja meira fram frá sjálfum sér eftir því sem þeim skilar áfram í námi, og ályktanir þeirra falla betur að skoðunum sagnfræðingahópsins á því hvað séu gildar og markverðar ályktanir, hvort sem við viljum fullyrða að þær séu þar með betri í einhverri algildri merkingu. 4. Heimspeki. Hér á ég við hugmyndir um fræðigreinina sem slíka, eðli hennar, aðferðir, markmið og félagslegt hlutverk. Þessa ytri sýn á grein- ina má tileinka sér að meira eða minna leyti með því að kynna sér þróun hennar, og því lít ég á sögu sagnfræðinnar sem hluta af heim- speki hennar. Ég á auðvitað ekki við að sag- nfræðingar eigi að fá ákveðnar skoðanir á eðli eða hlutverki greinarinnar. Sá sem heldur að sagn- fræði hafi þann tilgang að auðvelda fólki að spá um framtíðina, hinn sem heldur að hún hafi alls engan tilgang, og sá þriðji sem hefur ekki gert upp við sig hvað hann eigi að halda, þeir hafa allir hugmyndir um efnið. Aðeins sá sem veit ekki að spurningin sé til og hefur aldrei hugleitt hana er vanmenntaður sagnfræðingur á heim- spekisviðinu. 5. Framsetning efnis í texta, tölum, kortum, myndum og gröfum. Menn kann að greina á um hve eftirsóknarvert það sé að sögulegur texti sé léttur eða skemmtilegur. En væntanlega eru allir sammála um að saga eigi að vera SAGNIR ‘ 9879 Gunnar Karlsson Í rauninni er nauðsynlegt að allir sagnfræðingar hafi slíka uppistöðu í allri þeirri sögu sem er lifandi hluti af menningararfi okkar (kannski um það bil frá Hellas í Evrópusögu og frá landnámi í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.