Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Side 22
Bjami Siguðrsson
erindum sálmsins á þýzku, líkast til um jól eða áramót 1523. Þýðing Lúters
er nákvæm, en honum tekst engu að síður að fá sálminum þýzkan, þjóðlegan
blæ.16
Sálmur Cajusar er í Marteinssálmum nr. 18, og hann tekur sálminn
eftir Lúter, öll 7 erindin.
Hymnen: A solis ortus:
Lausnarann Christ vier lofum nu Christum wir sollen loben schon,
liufan son Marie Jungfru Der reinen Magd Marien Sohn,
Svo vitt sem sol kann skin ad bera So weit die liebe Sonne leycht
seigium vier Christum Drottinn vera. und an aller Welt Ende reicht.
Guðbrandur tekur einnig upp 7 fyrstu erindi sálmsins, en virðist þýða
beint eftir latneska textanum. Sálmurinn er nr. 11 í sálmabók Guðbrands, og
hljóðar fyrsta erindið svo:
Hymn. A Solis ortus Cardine.
So vijdt vm heim sem solen fer
sin lioma yst vm alfur ber
Jesum ein herra iatum vier
sm Jomfru Maria fædde hier.
Þýðing Lúters kemur ekki frekar við sögu, en gerð Guðbrands helzt í
Grallara og sálmabók hans fram út í gegn. Aldamótabókin sleppir sálminum
og síðan kemur hann ekki frekar við íslenzkar sálmabækur.
Lýkur hér þá að segja lauslega frá þeim jólasálmum, sem komu út í
sálmasöfnum árið 1524 eftir Lúter sjálfan eða í þýðingu hans. En Lúter orti
enn 2 jólasálma, þó að seinna væri. Vom þeir báðir í íslenzkum
sálmabókum fyrr á tíð og annar þeirra að hluta til enn þann dag í dag. Skal
nú sagt frá þeim nokkm gerr.
Bama Lofsaungur
Árið 1535 birtist í sálmasafni í Þýzkalandi Ein kinderlied auff die
Weihnacht Christi eftir Lúter. Þessi sálmur Lúters er nr. 29 í sálmabók
Guðbrands, öll 15 erindin. Hann kallast þar Bama Lofsaungur
Vom Himmel hoch da komm ich her, Ofan af Himnum hier kom eg
ich bring euch gute neue Mar,
Der guten Már bring ich so viel,
Davon ich singen und sagen will
hef eg Tijdinde gledelig
Tijdinde god vil eg ydur tia
tma meige þijer vist þar aa.
16 WA, 35, bls. 151.
20