Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 63

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 63
Lestur og ritskýring nútímalesandann. Þannig má segja að bókmenntafræðin og félagsfræðin þjóni sagnfræðinni en ekki öfugt. Að mínu mati er hæpið að fjalla um upphaflega lesendur án þess að fjalla jafhframt og kannske fyrst og fremst um nútímalesandann. Getur nútímalesandinn tekið þátt í lestrarferli fomra grískra texta eins og Nýja testamentinu og gefið sjálfan sig allan í lesturinn? Grískan er ekki móðurmál okkar og nær ekki til okkar sem lesenda enda þótt við getum greint hana og þýtt. Það er engan veginn nægilegt að setja íslensk orð í stað grískra, textinn er jafh fjarlægur okkur fyrir það. Þó er nauðsynlegt að læra grísku til þess að hægt sé að átta sig sem best á þeim boðskap sem grískan var notuð til að flytja. Þótt við getum gert okkur grein fyrir stílbrögðum og aðferðum höfunda með því að styðjast við handbækur í mælskulist, þá er það mjög ólíklegt að þessi stílbrögð hafi sömu áhrif á okkur og þau höfðu á upphaflega lesendur sem kunnu betur skil á þeim stílbrögðum sem mótuðu lestrarsamfélag þeirra. Þótt við getum t.d. bent á stflbrögð eins og „krosstengsl“ (khiasm) í textanum þá er hæpið að þau hafi sömu áhrif á nútímalesendur og ætla má að þau hafi haft á lesendur til foma. Til þess að þau tjáskipti geti átt sér stað í textanum þar sem hugur höfundar nái til okkar huga, þá þurfum við að brjóta textann sundur í einhverja frumþætti (universals), ekki beint formeindir heldur einhverjar sammannlegar eindir, sem skírskota til tilvistar okkar og liggja að baki stflformum og málgerð gríska textans og em sameiginleg tjáningu fyrstu aldarinnar og okkar. Markmið ritskýringar hlýtur að vera einhver tilreiðsla textans, þýðing þar sem textinn er gerður sem aðgengilegastur fyrir þann sem les hann þannig að hann geti „tekið við“ honum, hvort sem hann stundar svonefnda vísindalega ritskýringu eða er bara venjulegur lesandi. Þýðingaraðferðir hins kunna málvísindamanns E.A. Nida, sem mótað hafa biblíuþýðingu síðari ára, byggjast á því, að hægt sé að greina öll tungumál í 8-10 kjarnasemingar.46 Hann telur að það sé í raun forsenda þess að þýða texta af einu máli á annað að hægt sé að komast að sameiginlegum gmnnþætti þeirra. í nýlegu erindi fjallar E. A. Nida um hugtökin „að skilja“ (intelligibility) og að „taka við“ eða „samþykkja“ (acceptability). Hann telur að málfræðingar hafi lagt alla áherslu á að skilja og skilgreina tungumál en minna hirt um að rannsaka þá þætti í tungumálum sem hefðu áhrif á „viðtöku“ þeirra. Hann bendir á að viðbrögð manna við orðræðu séu háðari slíkum þáttum en því hvort menn geti skilgreint það sem sagt er. Þama telur hann vera rannsóknarsvið sem brýnt sé að sinna.47 46 E. A. Nida & Ch. R. Taber, The Theory andPractice of Translation, (Leiden: Brill, 1969). 47 E. A. Nida, „Intelligibility and Acceptability in Verbal Communication“ (American Bible Society February 1987). Þar kemst hann svo að orði: The aim of most literary theory has been the delineation of those factors which can 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.