Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 91

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 91
Nýjatestamentisfæði áfangar og viðfangsefni fram á tengsl þess við hana. Þá opnaði hann augu manna fyrir því, að rannsókn Nýja testamentisins yrði að byrja með elztu ritum þess, Pálsbréfímum, og hann dró fram mikilvægi Páls postula og guðfræði hans í sögu frumkristninnar. Loks gerði hann skýran greinarmun á samstofnaguðspjöllunum, Mattheusar-, Markúsar- og Lúkasarguðspjalli, annars vegar og Jóhannesarguðspjalli hins vegar. Lærisveinn Baurs, D.F. Strauss (d. 1874), lengi fyrirlesari í heimspeki við háskólann í Tiibingen, gerði tilraun til að skrifa ævisögu Jesú. í stað hefðbundinnar afstöðu kirkjunnar, sem gerði ráð fyrir íhlutun Guðs í sögunni, og túlkunar skynsemishyggjunnar á yfimáttúrulegum þáttum í lífi Jesú sem óraunvemlegum, þá taldi Strauss söguleg sannindi liggja til grundvallar frásögu guðspjallanna, en þau væm lituð trú kirkjunnar. Hann taldi ritun ævi Jesú útilokaða, vegna þess að heimildir, guðspjöllin, litu ekki eingöngu á Jesúm sem hluta sögunnar og eins gæfu þau laustengd brot, sem væri raðað saman af guðspjallamanninum og endurspegluðu ekki endilega uppmnalega atburðarás. í lífsskoðun sinni endaði Straus sem efhishyggjumaður og guðsafneitari. Sumir fylgjendur Tubinger-skólans gengu svo langt að afneita tilvist Jesú og Páls (B.Bauer, d.1882), en aðrir skráðu sögu mannsins Jesú (J.E. Renan, d.1892). b) Viðbrögð við spumingum Túbinger-skólans Þeir, sem fyrst og fremst urðu til þess að halda áfram sagnfræðilegum rannsóknum Nýja testamentisins á síðari hluta 19. aldar og taka spumingar Túbinger-skólans til athugunar og endurskoðunar, vom þrír prófessorar og guðfræðingar ensku Biskupakirkjunnar í Cambridge. Þar ber fyrst að nefna J. B. Lightfoot (d. 1889), sem tók sér fyrir hendur að rannsaka og skýra elztu heimildir Nýja testamentisins, Pálsbréfín. Það leiddi hann til athugunar á tímasetningu rita Nýja testamentisins, sem Baur hafði dreift allt fram að 160 eftir Krists burð. Lightfoot valdi að rannsaka tímasetningu rita næst á eftir ritum Nýja testamentisins, þ.e. bréf Ignatíusar biskups í Antíokkíu á Sýrlandi til safnaða í Litlu-Asíu og bréf Clemenz biskups í Róm til safnaðarins í Korinþu. Þessi rit syna þekkinRu á efhi Pálsbréfa og guðspjallanna. Rannsóknimar leiddu til þeirrar niðurstöðu, að bréf Ignatíusar væm skráð skömmu eftir 100 og bréf Clemenz skömmu fyrir 100 eftir Krists burð. Þá vakti hann athygli á, að ekki væri að finna í þessum ritum vitnisburð um spennu milli flokka Péturs og Páls, heldur bera þau vitni nánum tengslum þeirra. Hinir tveir guðfræðingamir í Cambridge vom prófessor B. F. Westcott (d. 1901), sem skrifaði merk skýringarit yfir Jóhannesarritin, og prófessor F. J. H. Hort (d. 1892), sem ritaði m.a. sögu gyðingkristninnar og kirkjusögu. Merkasta verk þeirra var á sviði textarannsókna. Þeir söfnuðu lesháttum eldri textaútgáfa, m.a. þýzka málfræðingsins K. Lachmanns frá 1831, en hann var fyrstur til að yfirgefa alveg texta austurkirkjunnar og prenta endurbyggðan texta á gmndvelli elzm og 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.