Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 94

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 94
Kristján Búason brezka guðfræðiprófessorsins og ritskýrandans í Oxford, C. H. Dodd, The Bible and the Greeks, frá 1935, sem sýnir mikilvægi rannsókna grísku þýðingar Gamla testamentisins fyrir merkingu mikilvægra orða í Nýja testamentinu eins og t.d. syndar og friðþægingar. Þekktastur orðalykill gríska Nýja testamentisins er Concordance to the Greek New Testament eftir brezku guðfræðingana W. F. Moulton (d. 1898) og A. S. Geden, og kom hann út í Edinborg 1897. Verkið byggði einkum á vísindalegri textaútgáfu þeirra Westcott og Hort frá 1881 og 8. útgáfu Tischendorfs frá 1875. Með tölvuvæðingu síðustu áratuga hefur í tengslum við nýjustu vísindalega textaúgáfu Nýja testamentisins í Vestur-Þýzkalandi komið út ítarlegur orðalykill. Á sama tíma og í tengslum við sömu útgáfu hefúr verið unnin vönduð fræðileg útgáfa grísks orðalykils Nýja testamentisins, Vollstandige Konkordanz zum griechischen Neuen Testament, sem út kom 1983, af m.a. Kurt Aland, prófessor i Miinster, og Harald Riesenfeld, fyrrum prófessor í nýjatestamentisfræðum við Uppsalaháskóla og fleirum. Rannsóknir í málfræði Nýja testamentisins, bæði í beygingarfræði og setningarfræði, hafa verið stundaðar af kappi allt frá síðari hluta 19. aldar og fram á þennan dag. Hér skal getið tveggja merkra rita. Annað er rit þýzka prófessorsins í klassískum málum í Halle Wittenberg, Friedrichs Wilhelms Blass (d. 1907), Grammatik des neutestamentlichen Griechisch, sem kom fyrst út 1896. Fjölmargar endurskoðaðar útgáfur hafa komið út síðar endurbættar af landa hans, Albert Debrunner, prófessor í indóevrópskmn málvísindum við háskólann í Bem. Níunda og tíunda útgáfa var þýdd og gefm út á ensku 1961 í Bandaríkjunum af prófessor R. W. Funk við Montanaháskóla. Hitt ritið er Grammar of New Testament Greek í fjórum bindum, sem brezki málfræðingurinn og prófessorinn í Manchester, J. H. Moulton, hóf að gefa út 1906. Honum auðnaðist að ljúka beygingarfræðinni og orðmyndunarfræðinni, en landi hans N. Turner gaf út setningarfræði 1963 og stílfræði 1976. Þessi rit eru' ómissandi handbækur við lestur og rannsóknir gríska texta Nýja testamentisins. Umfangsmiklar rannsóknir á orðaforða og merkingu orða Nýja testamentisins hafa á þessari öld leitt til útgáfu mericra orðabóka. Þar ber fyrst að nefna orðabók þýzka guðfræðingsins og málfræðingsins W. Bauers (d. 1960), Wörterbuch zu den Schriften des Neuen Testaments und der iibrígen urchrístlichen Literatur, sem hefur komið út í 5 útgáfum, síðast 1958, og sýnir niðurstöður rannsókna fram til þess tíma. Þessi orðabók hefiir fyrir nokkrn komið út í enskri þýðingu í Bandaríkjunum og þykir sjálfsögð handbók þeirra, sem leggja út gríska texta Nýja testamentisins. En stærsta guðfræðilega orðabók Nýja testamentisins frá upphafi er Theologisches Wörterbuch zum Neuen Testament, sem kom út í 9 stórum bindum undir ritstjóm þýzka prófessorsins Gerhards Kittels frá 1932 - 48, en þá tók við prófessorinn í Nýja testamentinu í Erlangen og síðar Kiel, Gerhard Friedrich, sem nú er nýlátinn. Þegar síðasta bindinu lauk 1979 hafði útgáfan staðið í 47 ár, og endurspeglar hún þróun málvísinda og guðfræði á þessu tímabili. Þetta mikla verk þjónar þeim 92
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.