Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Qupperneq 98

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Qupperneq 98
Kristján Búason Flest bréfa sinna skrifaði Páll á næstu 5 árum. Fjöldi rita hefur verið skrifaður um sögu gyðingdómsins á dögum Jesú. Má þar nefna sögu prófessors E. Schiirers, síðast í Göttingen (d. 1910), Geschichte des jiidischen Volkes im Zeitalter Jesu Chrísti frá 1886 - 87, og frá þessari öld rit þýzka prófessorsins J. Jeremias Jerusalem zurZeit Jesu 1-2 frá 1923 - 24. Fundur handritanna í Qumran við Dauðahafið sýndi, að gyðingdómurinn á dögum Jesú var fjölbreyttari en Nýja testamentið sýnir og enn blæbrigðaríkari en heimildir rabbínanna gefa til kynna, en þau eru ritskoðuð af fræðimönnum Farisea, sem tóku forystu í gyðingdómnum eftir fall Jerúsalem árið 70. í kjölfar þessara handritafunda fylgdu öflugar rannsóknir á gyðingdómi þessa tíma, sem standa enn yfir. Þýzki guðfræðiprófessorinn Herbert Braun hefur í miklu ritiverki, Qumran und das Neue Testament 1-2 , frá 1966, gefið yfirlit yfir það efni, sem getur varpað ljósi á Nýja testamentið. En það er furðu takmarkað. Sumir guðfræðingar vilja sjá áhrif frá málfari og hugarheimi Qumransafhaðarins í tjáningarformi Jóhannesarguðspjalls. Þá sýnir rit prófessors Martins Hengels í Tubingen í Vestur Þýzkalandi, Judentum und Hellenismus frá 1969, að hellenistískur gyðingdómur var talsvert fjölbreyttari en menn gerðu sér áður ljóst og erfitt er að setja skörp skil milli grískumælandi gyðingdóms í Palestínu og annars staðar í rómverska heimsveldinu. Meðal þeirra, sem á okkar tímum hefur á fræðilegan hátt tengt atburði í lífi Gyðinga, Jesú og frumkristninnar pólitískri samtímasögu sinni, er sænski prófessorinn Bo Reicke (d. 1987), sem starfaði stærsta hluta ævi sinnar við háskólann í Basel í Sviss. Þetta gerir hann í riti sínu Neutestamentliche Zeitgeschichte, sem kom út í annarri útgáfu 1968. Synagógur Gyðinga voru í flestum borgum. Hellenistísk gríska var milliríkjamál og jafnframt mál menntamanna, samgöngur voru góðar, friður ríkti í rómverska heimsveldinu og hellenistísk borgarmenning var útbreidd, þar sem menn voru heimsborgarar í víðlendu ríki. Fólki af ólíku þjóðemi og trú ægði saman í stórborgum og leitaði öryggis í trúarhreyfmgum. Allt vom þetta þættir, sem auðvelduðu útbreiðslu kristninnar á fyrstu öldum. Það, sem gerðist í Róm, hafði áhrif á atburði í Palestínu. Þegar keisarinn var aðdáandi þjóðlegrar menningar eins og Tiberíus, nutu þjóðemishreyfingar í skattlöndum skilnings. Svo var t.d. um Farisea undir lok starfstíma Jesú. En þegar aðdáandi grískrar eða hellenistískrar heimsmenningar eins og Neró fór með völd, var þrengt að þjóðemisöflum og þeim sýndur lítill skilningur. Það var á dögum Nerós árið 66, að Gyðingar hófu uppreisn í Palestínu, sem endaði með skelfíngu árið 70, en þá féll Jerúsalem. Páll postuli er mikilvæg persóna í þróun kristninnar. Hann var skólaður Gyðingur af flokki Farisea, og varð stærsti guðfræðingur frumkristninnar. Hann sá grundvallarþætti kristindómsins betur en flestir aðrir og á þátt í því, að kristnin heldur fast við það að vera hinn nýi sáttmáli, arftaki fyrirheita ísraels, en ekki sértrúarhreyfing innan gyðingdómsins. 96 i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.