Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 100

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Síða 100
Kristján Búason Göttingen. Hann vildi afklæða kristindóminn hinni fomu heimsmynd, en deildi við aðra fræðimenn um, hvað ætti að teljast til heimsmyndar og hvað til kristindómsins. Hann gekk út frá hinni lokuðu heimsmynd efhisvísinda. í dag er það óumdeilt, að frumkristnin tjáði boðskap sinn inn í grískumælandi heiðið umhverfi og notaði orð, hugtök og myndir úr þessu umhverfi til þess að koma boðskap sínum til skila, t.d. má nefna orðið soter, frelsari, sem tjáði hlutverk Messíasar (hins smurða), á grísku khristos, sem heiðingjamir notuðu ekki um lausnara. Umfangsmiklar rannsóknir em í dag stundaðar á bókmennta- og trúarritum hellenismans í leit að efni, sem gæti varpað ljósi á tjáningarform og hugtök rita Nýja testamentisins. Gnostahreyfingin skildi eftir sig mikið af ritum, en flest vom til skamms tíma aðeins þekkt af andmælum og tilvitnunum kirkjufeðra 2. og 3. aldar. Þegar stórt safn papýmsrita gnosta á koptísku eða egypzku máli fannst í Nag Hammadi i Egyptalandi 1945, leiddi það til rannsókna, sem enn standa yfir. Samfelld útgáfa fmmtextans hófst 1977. Elztu gnostísku ritin em talin samin á 2. öld, en handritin em öll miklu yngri, þ.e. frá 4. öld og síðar. Safhið inniheldur efni víða að, jafhvel brot af riti Platos um lýðveldið. Það liggur þegar ljóst fyrir, að hreyfíng gnostanna var ekki kristin í gmndvallarhugmyndum sínum. d) Guðspjöllin og ævi Jesú En víkjum nú að rannsóknum guðspjallanna og ævi Jesú. Allt frá dögum Ágústínusar kirkjuföður var talið, að Markúsarguðspjall væri stytting á Matteusarguðspjalli. En gagnvart staðhæfíngu Tiibinger-skólans um, að uppmni túlkunar á lífi og starfi Jesú, dauða og upprisu væri að leita hjá fmmkirkjunni, snem guðfræðingar sér að spumingunni um elztu heimildimar um Jesúm frá Nazaret að baki guðspjöllunum, þ.e. spumingunni um samband Jesú og fmmkristninnar. í lok 19. aldarinnar lágu fyrir tilgátur um, að samband væri milli Matteusarguðspjalls, Markúsarguðspjalls og Lúkasarguðspjalls, sem vom innbyrðis lík í mörgu tilliti, og að Markúsarguðspjall væri elzt (sbr. K. Lackmann, d. 1851), en auk þess hafi Matteus og Lúkas haft safn orða Jesú, ræðuheimildina svonefhdu (sbr. C. H. Weisse). Frekari rannsóknir þýzka prófessorsins H.J. Holtzmanns ( d. 1910), útgefnar 1863, staðfestu þetta. Aðalrökin em sameiginlegt efni í smáeiningum í sömu röð, þegar það er sameinginlegt Markúsi. Ennfremur sýna orð Jesú í Matteusar- og Lúkasarguðspjalli víða orðréttar hliðstæður, og þau em í stómm dráttum í sömu röð, þótt þau séu ólíkt staðsett innan um efhið frá Markúsarguðspjalli. Brezki nýjatestametisfræðingurinn B. H. Streeter (d. 1937) í Oxford útfærði þessa kenningu í fjögurra heimilda kenningu vegna sérefnis Matteusarguðspjalls og Lúkasarguðspjalls, en þar em þó sennilega fleiri heimildir að baki, munnlegar eða skriflegar. Markúsarguðspjall er talið ritað fyrir 70 eftir Krists burð, þar sem það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.