Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 16

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 16
Einar Sigurbjörnsson og Pétur Pétursson Þeir menn sem báru hag landsins og velmegun þjóðarinnar fyrir brjósti sáu að efla varð menntun presta vegna lykilstöðu þeirra í samfélaginu og stjórnkerfinu. Margir gagnrýndu Bessastaðaskóla fyrir að veita hvorki nógu góða prestsmennt- un né nægilega góðan undirbúning undir háskólanám. Baldvin Einarsson skrif- aði ítarlega ritgerð um skólamál á Islandi þar sem hann andmælti þeim fullyrð- ingum að kennarar og nemendur Bessastaðaskóla stæðu sig ekki sem skyldi. Hann taldi slæman undirbúning kandídata frá Bessastaðaskóla til háskólanáms hvorki stafa af hirðuleysi kennara né dugleysi nemenda heldur af lélegum aðbún- aði skólans. Hann lagði til að á Islandi yrði stofnaður framhaldsskóli sem tæki við af Latínuskólanum og vildi hann að þar væri kennd guðfræði, heimspeki, náttúrufræði, læknisfræði og verslunarfræði. Þessar tillögur urðu til að hreyfa við yfirvöldum skólamála í danska ríkinu. Tómas Sæmundsson var ekki ánægður með skóla og fræðslumál á íslandi. Hann lagði til að námið í Latínuskólanum yrði lengt um eitt ár og miða það við prestsstarfið. Tillögur voru lagðar fram um stofnun nýs skóla og þar átti biskup landsins og landlæknir að vera meðal kennara. í þessum tillögum var gert ráð fyrir að guðfræði og læknisfræði væru aðalgreinarnar. Mörgum íslendingum sem um þetta mál fjölluðu þótti það þjóðráð að kenna prestsefnum frumatriði í lækn- isfræði til þess að bæta landsmönnum upp hið mikla læknisleysi sem hér var við- loðandi lengst af 19. öldinni. Ýmsir prestar lögðu stund á lækningar og höfðu sumir hlotið einhverja þjálfun á því sviði ýmist með sjálfsnámi eða hjá land- lækni. Margar prestsfrúr voru líka liðtækar á þessu sviði. Sóknarbörn leituðu þannig til presta sinna með flest mál bæði líkamleg og andleg. Fyrsta sinn sem endurreist Alþingi kom saman í Reykjavík árið 1845 bar Jón Sigurðsson fram frumvarp sitt um þjóðskóla, þ.e.a.s. háskóla þar sem aðal- kennslugreinar yrðu guðfræði, lögfræði og læknisfræði. Áður hafði hann kynnt skólastefnu sína og hugmyndina um þjóðskóla í riti sínu Nýjum félagsritum þar sem hann lagði til að Reykjavík yrði miðstöð fræða og menntunar í landinu. í meðferð þingsins var tillagan þannig að bæta skyldi latínuskólann og stofna um leið Prestaskóla. Helgi biskup Thordersen samdi ítarlegar tillögur um væntan- legan Prestaskóla. Þessar tillögur biskups voru síðan að mestu lagðar til grund- vallar konungsbréfi um stofnun prestaskóla á íslandi. Háskólaráð Kaupmanna- hafnarháskóla lagðist hins vegar gegn því að veitt yrði kennsla í læknisfræði samhliða guðfræðinni og úr því varð ekki. Prestaskólinn í Reykjavík var stofnsettur með konungsbréfi 21. maí 1847. Hann var eins og áður sagði settur í fyrsta skipti við hátíðlega athöfn á sal Lærða skólans 2. október 1847 og telst hann stofndagur skólans. Hann var í fyrstu tveggja ára skóli og skyldu þar vera tveir fastráðnir kennarar. Fyrsti forstöðumaður Prestaskólans var dr. Pétur Pétursson sem hafði verið 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.