Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 28
Páll Skúlason
ekki - og hvernig við getum reynt að tryggja öryggi okkar í óvissri veröld. Þann-
ig kemur hún skipulagi á trúarlegt vitundarsamband okkar við veruleikann -
skipulag sem er í senn huglægt og verklægt, flokkar hugmyndir okkar og hugs-
anir og ráðgerir athafnir okkar og framkvæmdir. Áðumefndur greinarmunur
sannfæringar, skoðunar og þekkingar er dæmigert verk skynseminnar - rétt eins
og önnur verkfæri sem hún hannar til að sjá fótum okkar forráð.
En skynsemin kemur aldrei böndum fastmótaðs skipulags á hið lifandi trúar-
samband okkar við vemleikann. Sannleikurinn er sá að hvorki viðfangefni vís-
inda né stefna þeirra eru á hennar valdi. Tilgangur vísinda, mark þeirra og mið,
eru af meiði trúarinnar - umboð skynseminnar er einungis bundið aðferðum
þeirra og uppbyggingu. Við þráum þekkingu og skilning, snertingu við lögmál
alheimsins, sýn á skipan veraldar, tilfinningu fyrir hinum æðsta sannleik. Okkur
dreymir um að þroskast af visku og valdi, vera skapandi og ráðandi andspænis
öflum lífs og tilveru. Þessi þrá eftir þekkingu og valdi er ekki aðeins bundin vís-
indum og fræðum, heldur líka siðferði og stjómmálum. En þessi þrá getur leitt
okkur í mestu ógöngur, ef skynsemin er ekki með í för. - Skynsemin er ljósker
okkar í lífinu, en ekki lífsaflið sem knýr okkur áfram.
Niðurstaðan er ótvíræð: Án skynseminnar væri trú okkar blind og traust okk-
ar ekki á neinum rökum reist - hvert sem viðfang vitundar okkar er. Þess vegna
kallar hin trúaða sál - hver sem trú hennar er - eftir yfirvegun og rannsókn sem
skynsemin ein getur leitt. Tilgangurinn er skýr: Hann er sá að tryggja trúnaðar-
samband okkar og þeirra afla sem lögum ráða í veruleikanum, komast að hinu
sanna og rétta um alla skapaða hluti og líka skapara himins og jarðar.
Hinn sögulegi greinarmunur tveggja heima sem ég vék að í upphafi - heims
skynsemi og fræða annars vegar, trúar og tilbeiðslu hins vegar - er í reynd sögu-
legur tilbúningur sem er löngu tímabært að fella úr gildi. Hinn fomi heimur
Grikkjanna var ekki síður heimur trúar en skynsemi - hinn forni heimur Gyðinga
var ekki síður heimur skynsemi en trúar. Hitt er staðreynd að vestræn menning
sótti trú sína fremur til Gyðinga en Grikkja og fræði sín til Grikkja fremur en
Gyðinga. Þannig varð Jerúsalem borg trúarinnar, en Aþena borg heimspekinnar.
Og vissulega iðkum við ekki trú og heimspeki með sama hætti, en það breytir
engu um þau tengsl trúar og fræða sem ég hef leitast við að skýra. Trúin - hver
sem hún er - setur okkur mark og mið, en fræðin eiga að lýsa okkur leiðirnar til
þeirra.
Þess vegna er staða guðfræðinnar í heimi fræðanna allt önnur en sú sem virtist
blasa við í upphafi þessa lestrar. Guðstrú kristinna manna kallar á guðfræði til að
yfirvega og kanna sjálfa sig og viðfang sitt, boðskap Krists og kenningu um guð.
Trúin kallar á fræðin - og á því leikur engin vafi að þessi köllun var á miðöldum
uppspretta fræðistarfa sem hafa skilað niðurstöðum og aðferðum sem hafa mótað
26