Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 66
Aðalgeir Kristjánsson
frá annari kennslu í Bessastaðaskóla og stofna sérstakan skóla í Reykjavík þar
sem kennd yrði guðfræði. Auk þess héldi landlæknir fyrirlestra um helstu sjúk-
dóma, kenndi prestsefnum að taka blóð og bólusetja og fræddi þau um grös og
steina.13
Fjárreiður og rekstur Bessastaðaskóla var ekki sem skyldi. Upp úr 1830 var
rekstrargrundvöllur skólans kannaður. Niðurstaða stjórnvalda var sú að útgjöld
vegna skólans færu 1.235 dölum og 69 sk. fram úr tekjum.14 Þetta varð til þess
að farið var niður í saumana á reikningshaldi Bessastaðaskóla. Jón Sigurðsson
kom að þessari rannsókn í grein í Nýjum félagsritum 1842 sem bar heitið Um
skóla á íslandi.15
I umsókn um kennarastöðu við Lærða skólann 19. janúar 1844 rakti Jón Sig-
urðsson námsferil sinn og störf. Eins og vænta mátti lagði hann megináherslu á
það sem gæti orðið honum að gagni í skólastarfi og nefndi starf sitt sem biskups-
ritari áður en hann sigldi, þar sem hann hafi kynnst rekstri Bessastaðaskóla og
öðru sem að skólahaldi laut og kom á borð biskups.16
Islensk skólamál voru enn tekin til meðferðar í stjórnardeildunum í Kaup-
mannahöfn á öndverðu ári 1838. Hinn 10. apríl 1838 ritaði skólastjórnaráðið
stiftsyfirvöldum og óskaði eftir tillögum til umbóta og innti eftir hvort tækilegt
væri að stofna til sérkennslu á Bessastöðum eða í Reykjavík handa þeim prests-
efnum og læknanemum sem ekki hefðu efni á að nema þessi fræði við Hafnar-
háskóla.17
Stiftsyfirvöldin leituðu álits nokkurra háttsettra embættismanna svo sem
landlæknis, dómara við landsyfirréttinn og dómkirkjuprests og stiftprófasts.
Sumir vildu flytja skólann til Reykjavíkur, en aðrir kusu að hafa hann áfram á
Bessastöðum. Stiftsyfirvöldunum var eins farið. Stiftamtmaður vildi flytja skól-
ann til Reykjavíkur, en biskup að hann yrði áfram á sama stað. Bent var á að auð-
veldara yrði að fá hæfa kennara að skólanum ef hann flytti til Reykjavíkur. Svo
var ráð fyrir gert að nám við Prestaskólann skyldi aðeins vera einn vetur. Þá var
leitað álits guðfræðideildar og háskólaráðs Hafnarháskóla og síðan var málið
sent aftur heim til íslands til umfjöllunar á embættismannasamkomunni 1839.
Stiftamtmaður lagði málið fyrir sjötta fund hennar og leitaði atkvæða um hverjir
væru hlynntir flutningi skólans og hverjir ekki. Þeir sem vildu láta flytja skólann
voru í minnihluta. Agreiningurinn var leystur með því að fela stiftamtmanni að
13 Benjamín Kristjánsson. Saga Prestaskólans, bls. 20-21.
14 Lovsamling for Island XI. bindi, bls. 203.
15 Nýfélagsrit II, 133-35.
16 ÞÍ. íslenska stjórnardeildin; ísd. I. 10-1720.
17 Lovsamling for Island XI. bindi, bls. 209.
64