Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 66

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 66
Aðalgeir Kristjánsson frá annari kennslu í Bessastaðaskóla og stofna sérstakan skóla í Reykjavík þar sem kennd yrði guðfræði. Auk þess héldi landlæknir fyrirlestra um helstu sjúk- dóma, kenndi prestsefnum að taka blóð og bólusetja og fræddi þau um grös og steina.13 Fjárreiður og rekstur Bessastaðaskóla var ekki sem skyldi. Upp úr 1830 var rekstrargrundvöllur skólans kannaður. Niðurstaða stjórnvalda var sú að útgjöld vegna skólans færu 1.235 dölum og 69 sk. fram úr tekjum.14 Þetta varð til þess að farið var niður í saumana á reikningshaldi Bessastaðaskóla. Jón Sigurðsson kom að þessari rannsókn í grein í Nýjum félagsritum 1842 sem bar heitið Um skóla á íslandi.15 I umsókn um kennarastöðu við Lærða skólann 19. janúar 1844 rakti Jón Sig- urðsson námsferil sinn og störf. Eins og vænta mátti lagði hann megináherslu á það sem gæti orðið honum að gagni í skólastarfi og nefndi starf sitt sem biskups- ritari áður en hann sigldi, þar sem hann hafi kynnst rekstri Bessastaðaskóla og öðru sem að skólahaldi laut og kom á borð biskups.16 Islensk skólamál voru enn tekin til meðferðar í stjórnardeildunum í Kaup- mannahöfn á öndverðu ári 1838. Hinn 10. apríl 1838 ritaði skólastjórnaráðið stiftsyfirvöldum og óskaði eftir tillögum til umbóta og innti eftir hvort tækilegt væri að stofna til sérkennslu á Bessastöðum eða í Reykjavík handa þeim prests- efnum og læknanemum sem ekki hefðu efni á að nema þessi fræði við Hafnar- háskóla.17 Stiftsyfirvöldin leituðu álits nokkurra háttsettra embættismanna svo sem landlæknis, dómara við landsyfirréttinn og dómkirkjuprests og stiftprófasts. Sumir vildu flytja skólann til Reykjavíkur, en aðrir kusu að hafa hann áfram á Bessastöðum. Stiftsyfirvöldunum var eins farið. Stiftamtmaður vildi flytja skól- ann til Reykjavíkur, en biskup að hann yrði áfram á sama stað. Bent var á að auð- veldara yrði að fá hæfa kennara að skólanum ef hann flytti til Reykjavíkur. Svo var ráð fyrir gert að nám við Prestaskólann skyldi aðeins vera einn vetur. Þá var leitað álits guðfræðideildar og háskólaráðs Hafnarháskóla og síðan var málið sent aftur heim til íslands til umfjöllunar á embættismannasamkomunni 1839. Stiftamtmaður lagði málið fyrir sjötta fund hennar og leitaði atkvæða um hverjir væru hlynntir flutningi skólans og hverjir ekki. Þeir sem vildu láta flytja skólann voru í minnihluta. Agreiningurinn var leystur með því að fela stiftamtmanni að 13 Benjamín Kristjánsson. Saga Prestaskólans, bls. 20-21. 14 Lovsamling for Island XI. bindi, bls. 203. 15 Nýfélagsrit II, 133-35. 16 ÞÍ. íslenska stjórnardeildin; ísd. I. 10-1720. 17 Lovsamling for Island XI. bindi, bls. 209. 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.