Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 70

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 70
Aðalgeir Kristjánsson Jónas skrifaði Brynjólfi Péturssyni á páskadag 7. apríl, ræddi málin og ráð- færði sig við hann um með hvaða hætti skyldi fylgja því eftir að koma upp nátt- úrugripasafni samhliða kennslu í greininni og komst þá svo að orði: Hér er um að gera að fá skólastjómina til að setja embættið á stofn og koma upp heima nátt- úrugripasafni, svo brúkanlegu að það verði notað til kennslunnar og leggja til svo mikið af bók- um sem allra nauðsynlegast er til að geta unnið með og gert nokkuð að gagni. [...] Það er sjálf- sagt að ef þeim er alvara með að láta íslenska skólann geta hér um bil svarað til þessara gymn- asia, þá sýnist sem þeir geti öngvan veginn sleppt náttúrufræðinni og þess utan held eg að eg gæti tekið að mér að kenna dálítið í fysik ef vildi og eg fengi hin nauðsynlegustu áhöld.33 Brynjólfur skrifaði Jónasi 10. apríl og sagðist vera á sama máli og Konráð að best væri fyrir Jónas „að rita mikinn memóríal sem allra fyrst“. Samt áleit hann að ekkert myndi koma út af honum undir eins. Engu að síður varð niðurstaðan Brynjólfs á þessa leið: Þú verður að byrja á að gefa inn Memóriál, því annars byrja þeir aldrei, það held eg megi full- yrða. En ef þú ert ötull, þá er eg vongóður. En hvað þú gjörir, gjör þú snarlega, því aldrei hefur nokkumtíma nokkurt Collegium haft meiri doðasýki en háskólastjórnin, og þú munt þó ekki geta beðið mjög lengi.34 Þrátt fyrir þetta lét Jónas Hallgrímsson undir höfuð leggjast að leggja inn um- sókn um kennarastöðu í náttúrufræði við Lærða skólann eftir því sem best er vit- að, hvað sem valdið hefir. íslandslýsingunni var hvergi nærri lokið og til að koma henni frá þurfti hann bæði að hafa aðgang að söfnum og öðrum vísinda- mönnum. Enda þótt seinagangurinn í háskólastjóminni gerði sitt til að ekkert varð úr því að stofnuð yrði kennarastaða í náttúrufræði við Lærða skólann má ekki kenna áhugaleysi viðkomenda um eingöngu. Þetta sést vel af bréfi L. Engelstofts 27. maí 1846 til Bjarna Þorsteinssonar þar sem hann ræðir um breytingarnar í ís- lenskum skólamálum og lætur í ljós gleði sína yfir að hafa stuðlað að þeim, en segist jafnframt harma að regluleg kennsla í náttúmfræði hafi ekki komist á þar sem enginn íslendingur hafi fundist hæfur til starfsins eftir að Jónas Hallgríms- son leið.35 I bréfi Sveinbjamar Egilssonar til Jóns Sigurðssonar 10. september 1844 er greinilegt að hann var á báðum áttum hvort hann ætti að halda áfram störfum við skólann því að hann segir: 33 Jónas Hallgrímsson. Ritverk II, bls. 203-04. 34 Brynjólfur Pétursson. Bréf, bls.49. 35 Lbs. 339 a, fol. I bréfinu komst Engelstoft svo að orði: „Det var stor Skade, at den brave Hallgrimsen skulde tabes“. 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.