Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 136
Kristján Búason
Myndin á greinilega að vera af síðustu kvöldmáltíð Jesú og táknar altarissakra-
mentið (Mark. 14. 17-25, Matt. 26. 20-29, Lúk. 22. 14-23, Jóh. 13. 21-26). En í
myndinni er sennilega einnig skírskotun til mettunar-frásögunnar, þegar Jesús
mettaði 5.000 karla með 5 brauðum og 2 smáfiskum, þó var afgangur (Mark. 6. 32-
44, Matt. 14. 13-21, Lúk. 9. 10-17, Jóh. 6. 1-13). Hér er einnig skírskotun til
óþrjótandi gnægðar, sbr það, sem sagt var um myndina sunnan við aðalmyndina
af vatninu, sem aldrei þraut.
Aðalmyndin í tréþrykkinu af kvöldmáltíðinni (Mynd 6) sýnir Jesúm sitja til borðs
með tólf lærisveinum sínum í sal einum og horfa niður á borðið. Sá, sem situr
honum til hægrihandar, hallar sér að brjósti hans. Sá, sem situr honum til vinstri-
handar virðist halda á bikar. A borðinu er diskur með mati á og borðhnífur. Á
borðinu er auk þess fjögur brauð og bikar. Jesús réttir brauð lærisveini, sem fjarst
honum situr og opnar munninn til þess að taka við brauðinu. Hér eru sýnd alls
fimm brauð eins og í mettunarfrásögunni og jafnframt skírskotað til þess, er Jes-
ús rétti Júdasi brauð við hina síðustu kvöldmáltíð.
Yfirskriftin er á latínu: Versus Rex sedet in cena turba cunctus duodena
(Vers: Konungurinn situr við kvöldverð ásamt öllum tólf).
Fyrirmyndin í Danmarkskirkju er af mannaundrinu (mynd 6), og er sú mynd
norðan við aðalmyndina af kvöldmáltíðinni. Hún sýnir Móse yzt með hornin fara
fyrir Israelsmönnum. Hann hefur staf í vinstri hendi, horfir fram, en bendir með
hægri hendi á manna, sem rignir sem kúlur af himni. Aftan við hann og nær
miðju bendir maður á mannað og horfir á Móse. Tveir fulltrúar fólksins grípa
mannakúlur. Tvö tré eru sýnd í baksýn. Yfirskrift textans er á latínu: dctpanejmj
angelorum manducavit homo (Sagt er (?): Maðurinn hefur etið englabrauð).82
Þessi texti er tekinn úr Davíðssálmi 78. 25, en efni hans tilheyrir helgisöng á
Dýradegi eða Corpus Christi, sem er hátíð fyrsta fimmtudag eftir þrenningarhá-
tíð og helguð er líkama Krists.83
82 Textinn er ekki auðlesinn af tveimur ástæðum. Fyrsta orðið er illþýðanlegt. Hugsanlegt er, að
hér sé um styttingu að ræða á dictum est, sagt er, eða dicit, hann segir, skammstafað dct.
Samkvæmt því, sem á eftir fer, ætti að standa þf. panem, en í textabandinu stendur abl. pane.
Styttingarband yfir e í pane gæti hafa fallið niður. Textinn í Vulgata er Ps. 77. 25: Panem
angelorum manducavit homo, cibaria misit eis in abudantia (Davíðssálm. 78. 25: Maðurinn
hefur etið englabrauð, hann hefur sent þeim gnægð fæðu).
83 Sekventía á Dýradegi er sálmur eftir Tómas frá Akvíno árið 1263, Lauda, Sion, Salvatorem...
I 21. - 23. versi er talað um englabrauð: V. 21. Ecce panis Angelórum factus cibus viatórum :
vere panis fúiórum... (Sjá hér er brauð englana, orðið fæða vegfarenda, sannarlega brauð
sonanna, sem ekki má fleygja fyrir hunda. V. 22. Það var fyrrum boðað í táknum, þegar fsaki
var fórnað, páskalambinu slátrað og feðrum vorum var gefið manna. V. 23. Góði hirðir, sanna
brauð, Jesú, miskunna þú oss, nær þú oss og vemda, lát oss líta eilíf gæði í ríki lifenda). Sjá
Rómversk-kaþólska messubók fyrir sunnudaga og aðalhátíðisdaga kirkjuársins II. Prentað og
gefið út af kaþólsku kirkjunni á íslandi 1959. Bls. 101-102.
134