Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Qupperneq 142
Kristján Búason
Zacharias xiij In die illa erit fons patens donijui] dauid (Sakaria 13: Á
þeim degi mun verða opin lind í húsi Davíðs)87
í skírn Jesú er skírn kristins manns helguð eins og segir í yfirskriftinni. Með
fyrirmyndinni af björguninni við Rauðahafið er skímin túlkuð sem frelsun frá
erfðasynd og í fyrirmyndinni af sendimönnunum, sem vitna um fyrirheitna land-
ið eftir að hafa farið yfir ána Jórdan, er bent á, að um hana liggur leiðin til guðs-
ríkis.
Kristur gefur skírninni gildi með helgun sinni í skírninni í ánni Jórdan. Skírn-
in er samkvæmt kirkjufeðrunum og heilögum Tómasi frá Akvíno stofnuð af
Kristi sjálfum í skírn hans.881 skírnarathöfn miðaldakirkjunnar er ákveðinn þátt-
ur vígsla skírnarvatnsins.89 Við ákall, epiclesis, fer hinn Heilagi andi í vatnið og
veldur nýrri fæðingu í Andanum. Vatnið öðlast þannig sérstaka hreinsandi og
helgandi eiginleika.90
Spámannatextarnir undirstrika hreinsun synda og óhreinleika svo og fögnuð
yfir lindum hjálpræðisins. Myndimar fjalla um gmndvallarsakramenti kirkjunn-
ar, skírnina, sem leiðin í guðsríki liggur um.
Skímin leysir undan valdi djöfulsins og sættir manninn við Guð. Hún veitir
Heilagan anda og þar með kærleika og hlutdeild í kirkjunni. í stað erfðasyndar
kemur fyrir áhrif kærleikans uppmnaleg gæzka mannsins, eftir situr aðeins veik-
leiki mannsins og girnd, sem haldið er niðri með þrá Andans og góðu lífemi. Fyrir-
gefningin í skíminni er gmndvöllur fyrirgefingar frekari synda, sem útrýma skal.
Önnur sakramenti miðaldakirkjunnar endumýja og bæta við áhrif skímarinnar.91
Vínberjaklasinn, vitnisburðurinn um fyrirheitna landið, vekur athygli fyrir
stærð sína.92 Fyrirheitna landið er samkvæmt yfirskriftinni „patria mellis,“„land
87 I Vulgata heldur þessi texti áfram með orðunum „...et habitantibus Jerusalem in absolutionem
peccatoris et menstruatiae (...og íbúum Jerúsalem til hreinsunar synda og saurugleika).“
88 T. M. de Ferrari, Baptism (Theology of). í New Catholic Encyclopedia Vol. II. New
York...Sydney: Mac Graw-Hill Book Company 1967. Bls. 63.
89 J. Beckmann, Taufe V. Liturgiegeschichtlich. f Die Religion in Geschichte und Gegenwart VI.
Tiibingen: J. C. B. Mohr (Paul Siebeck) 1962. Dálk. 651.
90 A. Haman, Baptism in the Fathers. í Encyclopedia of the Early Church. Vol. I. Cambridge:
James Clarke & Co 1992. Bls. 107. Sjá enn fremur Rituale Romanum. Romae: Typis S.
Congregationis de Propaganda Fide MDCCCXLVII. Kaflinn um skírnina, De Sacramento
Baptismi. Bls. 5-40. Kaflinn Benedictio Fontis Baptismi. Bls. 66-68.
91 F. H. Kettler, Taufe III. Dogmengeschichtlich. í Die Religion in Geschichte und Gegenwart VI.
Tiibingen: J. C. B. Mohr (Paul Siebeck) 1962. Dálk. 642.
92 í honum má sjá skírskotun, sem á rætur í orðum Jesú, sem samkvæmt frásögn af kvöldmáltíðinni
íLúk. 22.17-19: „Þátók hannkaleik, görði þakkir og sagði: „Takiðþetta og skiptið með yður. Því
ég segi yður: Héðan í frá mun eg eigi drekka af ávexti vínviðarins fyrr en guðs ríki kemur.““ Hér
vaknar spumingin, hvort teiknarinn í Biblia Pauperum og málarinn í Danmarkskirkju séu að
skírskota til altarissakramentisins, sem hin kristna kirkja ber með sér, sem vitnisburð um hið
komandi samfélag í Guðs ríki. Þessi skírskotun er ekki undirstrikuð í skýringartextanum.
140