Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 149
Guðfrœði og biblíuþýðing
aðra merkingu í biblíutexta og guðfræðihugtök en guðfræðingar og prestar
ætla.16 Það má líka stundum merkja vissa fælni við að lesa biblíutexta.
Ég tel brýnt að þeir sem stunda guðfræði beini orðum sínum í auknum mæli
og kannske fyrst og fremst til hinna almennu lesenda/áheyrenda og ég get vel
tekið undir orð Bernards Lategan í grein hans „The Function of Biblical Texts“17
þar sem hann telur að guðfræðingar eigi á markvissan hátt að hætta að nota sér-
hæft guðfræðimálfar og reyna að færa guðfræðihugtökin yfir á málfar sem önnur
málsamfélög skilji.
Á síðari árum hefur áherslan í guðfræðinni í auknum mæli beinst að lesand-
anum eða áheyrandanum og þætti hans í lestrarferlinu. Þetta kemur ekki síst fram
í aðferðum bókmenntafræða þar sem meiri áhugi er fyrir því að rannsaka hvaða
áhrif textinn hefur haft á lesandann en að rekja tilurð og þróunarsögu textans.18
Nútíma aðferðir í bókmenntafræðum, einkum svonefnd reader-response rýni,
þar sem reynt er að koma orðum að lestrarferlinu, í tengslum við þær leiðbein-
ingar sem lesa má út úr fornum kennslubókum í ritlist, geta oft varpað nýju ljósi
á biblíutextann.19
Spurt er hvort hægt sé að færa biblíutextann í þann búning að hann geti skír-
skotað til nútíma lesanda án of viðamikilla útskýringa eða hvort nauðsynlegt sé
að færa nútímalesendur aftur til fyrstu aldar eða sem næst frumtextanum til þess
að þeir geti skilið textann?
Málvísindamaðurinn Eugene A. Nida hefur manna mest mótað aðferðir nú-
tíma biblíuþýðinga. Hann telur að markmið þýðinga eigi að vera það að þær hafi
sömu áhrif á lesandann og frumtextinn hafði á upphaflega lesendur. Hann telur
að greina megi öll tungumál í sameiginlega grunnþætti, sem hvert og eitt tungu-
mál móti síðan eftir eigin lögmálum. Þegar þýða á texta af einu máli á annað þarf
fyrst að greina hann í þessa grunnþætti eða kjarnasetningar og þýða þær síðan og
16 Sbr. Pétur Pétursson, „Könnun meðal áhugafólks um dulspeki og óhefðbundnar lækningar".
Milli himins og jarðar. Ráðstefnurit um hugvísindi við Háskóia íslands. Háskólaútgáfan
(Reykjavík) 1997.
17 B.Lategan, „ The Function of Biblical Texts in a Modem Situational Context “ í: T.Fornberg
& D. Hellholm (ritstj.), Texts and Contexts: Biblical Texts in Tlieir Textual and Situational
Contexts. Scandinavian Academic Press 1995.
18 í þessu sambandi má nefna nýútkomna bók Jóns Karls Helgasonar Hetjan og höfundurinn.
Brot úr íslenskri menningarsögu. Heimskringla. Háskólaforlag Máls og menningar. (Reykja-
vík) 1998 og einnig: Matthías Jóhannessen, Njála ííslenzkum skáldskap. Safn til sögu íslands
og íslenskra bókmennta að fomu og nýju. Annar Flokkur. Annað bindi. Hið íslenska bók-
menntafélag (Reykjavík) 1958, sem báðar fjalla um áhrif Njálu á íslenska lesendur.
19 Jón Sveinbjömsson, „Ný viðhorf í Biblíurannsóknum." Tímarit Háskóla Islands I 1986, s. 40-
48; R.M. Fowler, Let the Reader Understand. Reader - Response Criticism and the Gospel of
Mark. Fortress Press (Minneapolis); H.J.B. Combrink, „Readings, Readers and Authors: An
Orientation11, í: Neotestamentica 22 1988, s. 189-204.
147