Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 160

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 160
Jón Sveinbjörnsson inda, heimspeki, félagsvísinda, mannfræði og sagnfræði. Talað er um guðfræði uppbyggingar (Theology of reconstruction)43 sem felst í að klæða merkingarstef- in í nýjan/breytilegan búning án þess að innihaldið, kjarninn, glatist. Hættan á skurðgoðadýrkun er alltaf fyrir hendi. Hún getur falist í því að ríghalda í orðin og gleyma innihaldi þeirra. Dæmi um lestur: Oft spyrja menn hvers vegna verið sé að þýða Biblíuna og benda þá jafnframt á að Nýja testamentið hafi verið til á íslensku frá 1540 og öll Biblían frá því 1584 og marg endurskoðuð eftir það. í raun er spumingin eðlileg og krefst svars. Ef einhver frásögn í guðspjöllum Nýja testamentisins er lesin, t.d. frásögnin um Bartímeus blinda í 10. kafla Markúsarguðspjalls, virðast engir verulegir hnökrar vera í íslensku þýðingunni og þýðingin frá 1981 er mjög svipuð þýðingunum frá 1912, 1859 og þýðingu Odds Gottskálkssonar frá 1540. í fljótu bragði er ekki hægt að koma auga á hvernig lagfæra megi textann þannig að hann skiljist betur. Ef hins vegar er lesinn kafli úr Efesusbréfinu, t.d. versin 3-14 í fyrsta kafla bréfsins, gegnir nokkuð öðm máli. Þar virðast þýðingarnar frá 1981, 1912, 1859 og þýðing Odds fremur torskildar og þarfnast einhverrar lagfæringar. Eg mun fjalla um þessa tvo texta sem dæmi um hlutverk guðfræði og þýðingar- og lestraraðferða. Annar textinn er á aðgengilegu máli og atburðarásin nokkuð ljós og skiljanleg. Guðfræðileg merking kaflans, þ.e.a.s. það hlutverk sem höfundur ætlar kaflanum að hafa til þess að fá lesendur sína til að íhuga stöðu sína í lífinu, er kannske ekki eins ljós. Það er hins vegar vafamál hvort ný þýðing ein og sér geti gert merkinguna ljósari. Hinn textinn er á fremur stirðu máli, margir eignarfallsliðir koma þar fyrir sem geta falið í sér fleiri en eina merkingu, röksemdafærslan í kaflanum er fremur óljós og hugtökin þarfnast nánari greiningar. I þessari grein mun ég fjalla um Markúsartextann, lesa hann á íslensku með hliðsjón af gríska textanum og beita ofangreindum aðferðum til þess að reyna að komast að því hvað höfundur vildi segja samtíð sinni með textanum en það er forsenda þess að við getum tileinkað okkur hann í lok 20. aldar. I síðari grein mun ég síðan fjalla um Efesustextann og byggja þar fyrst og fremst á gríska textanum. Eg mun þar gera nánari grein fyrir þýðingaraðferðum sem miða að því að setja fram merkingarþætti gríska textans og möguleg tengsl þessara einda og hvemig höfundur gæti hafa beitt honum þannig að fleiri geti 43 Charles Villa-Vicencio, A Theology of Reconstruction. Nation-building and human ríghts. Cambridge University Press (Cambridge) 1992. 158
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.