Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 160
Jón Sveinbjörnsson
inda, heimspeki, félagsvísinda, mannfræði og sagnfræði. Talað er um guðfræði
uppbyggingar (Theology of reconstruction)43 sem felst í að klæða merkingarstef-
in í nýjan/breytilegan búning án þess að innihaldið, kjarninn, glatist. Hættan á
skurðgoðadýrkun er alltaf fyrir hendi. Hún getur falist í því að ríghalda í orðin og
gleyma innihaldi þeirra.
Dæmi um lestur:
Oft spyrja menn hvers vegna verið sé að þýða Biblíuna og benda þá jafnframt á
að Nýja testamentið hafi verið til á íslensku frá 1540 og öll Biblían frá því 1584
og marg endurskoðuð eftir það. í raun er spumingin eðlileg og krefst svars.
Ef einhver frásögn í guðspjöllum Nýja testamentisins er lesin, t.d. frásögnin
um Bartímeus blinda í 10. kafla Markúsarguðspjalls, virðast engir verulegir
hnökrar vera í íslensku þýðingunni og þýðingin frá 1981 er mjög svipuð
þýðingunum frá 1912, 1859 og þýðingu Odds Gottskálkssonar frá 1540. í fljótu
bragði er ekki hægt að koma auga á hvernig lagfæra megi textann þannig að hann
skiljist betur. Ef hins vegar er lesinn kafli úr Efesusbréfinu, t.d. versin 3-14 í
fyrsta kafla bréfsins, gegnir nokkuð öðm máli. Þar virðast þýðingarnar frá 1981,
1912, 1859 og þýðing Odds fremur torskildar og þarfnast einhverrar lagfæringar.
Eg mun fjalla um þessa tvo texta sem dæmi um hlutverk guðfræði og
þýðingar- og lestraraðferða. Annar textinn er á aðgengilegu máli og atburðarásin
nokkuð ljós og skiljanleg. Guðfræðileg merking kaflans, þ.e.a.s. það hlutverk
sem höfundur ætlar kaflanum að hafa til þess að fá lesendur sína til að íhuga
stöðu sína í lífinu, er kannske ekki eins ljós. Það er hins vegar vafamál hvort ný
þýðing ein og sér geti gert merkinguna ljósari. Hinn textinn er á fremur stirðu
máli, margir eignarfallsliðir koma þar fyrir sem geta falið í sér fleiri en eina
merkingu, röksemdafærslan í kaflanum er fremur óljós og hugtökin þarfnast
nánari greiningar.
I þessari grein mun ég fjalla um Markúsartextann, lesa hann á íslensku með
hliðsjón af gríska textanum og beita ofangreindum aðferðum til þess að reyna að
komast að því hvað höfundur vildi segja samtíð sinni með textanum en það er
forsenda þess að við getum tileinkað okkur hann í lok 20. aldar.
I síðari grein mun ég síðan fjalla um Efesustextann og byggja þar fyrst og
fremst á gríska textanum. Eg mun þar gera nánari grein fyrir þýðingaraðferðum
sem miða að því að setja fram merkingarþætti gríska textans og möguleg tengsl
þessara einda og hvemig höfundur gæti hafa beitt honum þannig að fleiri geti
43 Charles Villa-Vicencio, A Theology of Reconstruction. Nation-building and human ríghts.
Cambridge University Press (Cambridge) 1992.
158