Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 183
Hirðir og hjörð
á að í Miðausturlöndum er skugginn hvorki ógnvekjandi né neikvæður á nokk-
urn hátt. Miklu fremur er skugginn til þess fallinn að vernda hirðinn fyrir brenn-
andi heitri sólunni, sbr. Jónas 4:6.25 En vitaskuld er verið að vísa til þess að marg-
víslegar hættur gátu leynst í dalbotnunum, bæði af völdum villidýra og ræningja.
Hið sterka trúartraust sem út úr þessum sálmi skín er vafalaust það sem á
mestan þátt í vinsældum hans. Einnig kann sú staðreynd að Drottinn er hirðir ein-
staklings í sálminum að tala sterkt til einstaklingshyggju nútímamannsins.
Tengsl sálms 23 við exodus-stefið
Innihald sálmsins fellur mjög vel að því umhverfi þar sem rætt er um Guð sem
þann Guð sem fylgdi þjóð sinni á vegferð hennar. Ekki er því ólíklegt að mörgum
lesendum verði hugsað til exodus-stefsins26 við lestur sálmsins, þ.e. björgun
hinna hebresku þræla frá Egyptalandi og för þeirra um óbyggðina undir forystu
Móse, sem hafði fengið til þess guðlega köllun og fyrirheitið: „Ég mun vera með
þér“ (2M 3:12). Það fyrirheit minnir á og tengir við v. 4 í sálminum, þar sem seg-
ir: „því að þú ert hjá mér.“ Og vissulega er unnt að benda á margvísleg texta-
tengsl milli S1 23 og frásagnanna af frelsuninni frá Egyptalandi.
Raunar koma exodus-tengslin strax fyrir í hirðishugtakinu. Myndin af hirðin-
um sem leiðir þjóð sína eins og hjörð kemur oft fyrir í Gamla testamentinu, sbr.
S1 80:2: „þú sem leiddir Jósef eins og hjörð“ og S1 95:7: „vér erum gæslulýður
hans, og hjörð sú er hann leiðir.“
Til að undirstrika tengslin við exodus-hefðina hefur einnig verið bent á 5M
skuggi dauðans, en slík samsetning orða er annars ekki þekkt í hebresku. Margir eru haldnir
efasemdum um að þannig samsett orð „máwet“ (dauði) + „tsel“ (skuggi) hafi nokkru sinni
verið til. En þannig túlkar LXX orðið. Dregið er í efa að slík samsetning sé í samræmi við það
sem við eigum að venjast af hebreskunni. Með því að nota aðra sérhljóða má fá út orðið
„tsalmuth“ (myrkur). Ef útlendar þýðingar eru skoðaðar kemur í ljós, að mjög mismunandi er
hvor leiðin er valin. Sömu sögu er að segja af íslenskum Biblíuþýðingum. f Vaisenhúsbiblíunni
(1747) er talað um „myrkvan dal“, í Grútarbiblíu (1813) stendur „í myrkum dal“. f Viðeyjar-
biblíu (1841) stendur hins vegar „um dauðans skugga dal“. Þeirri þýðingu er haldið óbreyttri
1859 og 1866, en sr. Gísli Skúlason (1908) breytir í „dimman dal“. Guðrún Kvaran hefur gefið
ágætt yfirlit yfir þýðingar á S1 23 í íslenskum Biblíum. Sjá grein hennar „Biblíuþýðingar og ís-
lenzkt mál.“ Biblíuþýðingar í sögu og samtíð. Ritröð Guðfrœðistojhunar. Studia theologica
islandica 4,1990, s. 39-56.
25 Þessa varð ég sjálfur áþreifanlega var í för minni til Landsins helga í aprílmánuði 1997. Er mér
sérstaklega minnisstæður kæfandi hiti í Jeríkó er ég kom þangað í steikjandi sól og 40 stiga
hita. Þá var gott að geta leitað í skugga trjánna.
26 Meðal þeirra sem telja að exodus-stefíð sé gegnumgangandi í S123 er P.C. Craige í skýringariti
sínu við sálmana. Sjá P.C. Craigie, Psalms 1-50. Word Biblical Commentary. Vol. 19, Word
Books, Publisher, Waco, Texas, 1983, s. 203-209, James L. Mays, Psalms. Inerpretation. A
Bible Commentary for Teaching and Preaching, John Knox Press, Louisville 1994, s. 118.
Sbr. einnig P. Milne, „Psalm 23. Echoes of the Exodus." Studies in Religion 4,1974-75, s. 237-
247.
181