Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 206
Jón G. Friðjónsson
hefur breyst svo mjög að til verður nýtt orðatiltœki, frábrugðið uppruna sínum að
merkingu og/eða búningi. Dœmi um þetta er orðatiltœkið eiga e-ð yfir höfði
sér/sínu (Bar 3,4> sem er algengt í fomu máli með vísun til einhvers (oftast ills eða
neikvœðs) sem vofir yfir og af sama meiði er orðatiltœkið e-ð kemur e-m íkoll o.
sam 25,39) sem vísar til þess er hið neikvœða brestur á. Af orðatiltœkinu e-ð kemur
e-m íkoll eru kunn ýmis afbrigði, m.a. e-ð stígur e-m yfir höfuð í merkingunni ‘e-ð
kemur e-m í höfuð’ og þar merkir forsetningin yfir ‘frá hœrri stað á lœgri; niður
yfir.’ Forsetningin yfir er einnig algeng í andstœðri merkingu: ‘frá lœgri stað á
hœrri; upp yfir.’ I elstu dœmum og allt fram á 16. öld er fyrri merkingin einhöfð
í orðatiltœkinu e-ð stígur e-m yfir höfuð og afbrigðum af því en í Guðbrands-
biblíu er að finna elsta dœmi um síðari skilninginn og þá verður til nýtt orðatil-
tœki: e-ð vex e-m yfir höfuð (Esraö, 9). Með samanburði við framtextann má sjá að
merkingin í (Esra 6,9) er ekki upprunaleg. Þar er líkingin annaðhvort misskilin eða
lagður í hana nýr skilningur og niðurstaðan verður sú að til verður nýtt orðatil-
tœki sem lifað hefur góðu lífi allt fram í nútímamál. Hér er því um að rœða orða-
tiltœki sem á rœtur sínar að rekja til tiltekins ritningarstaðar í Guðbrandsbiblíu en
dœmið þar er ekki í samrœmi við uppruna. Að mínu mati er þó um að rœða
biblíuorðatiltœki enda er það sprottið úr jarðvegi kristilegrar hugmyndafrœði að
breyttum skilningi þeirrar líkingar sem að baki liggur.
Hér að framan hefur einkum rœtt um tvenns konar orðatiltœki: (1) eiginleg
biblíuorðatiltœki sem rekja má til ákveðins ritningarstaðar og (2) afleidd orðatil-
tœki sem sýna má fram á að séu dregin af hinum eiginlegu. Áhrif kristinnar hug-
myndafrœði eru þó engan veginn bundin við slík orðatiltœki heldur eiga fjöl-
mörg önnur orðatiltœki rœtur í kristilegum hugarheimi þótt þeim verði ekki
fundinn staður í Biblíunni. Þannig er því t.d. háttað um eftirfarandi orðatiltœki:
syndga upp á náðina, e-ð er mesta mildi; vera lífið og sálin í e-u; vaða í villu og
svíma; vera langt leiddur; vera á réttri braut og mega þakka/geta þakkað sínum
sœla (fyrir e-ð). Merking þeirra og myndmál bendir eindregið til þess að þau séu
sprottin af kristilegri lífssýn en þau eiga sér þó ekki beina samsvörun í Biblíunni.
I öðrum tilvikum hefur sú líking, sem að baki liggur, bliknað svo mjög að tengsl-
in við upprunann eru flestum hulin, það á t.d. við orðatiltœkin vera ekki í rónni
og vera alvegfrá og um málshœttina Það er ofseint að iðrast eftir dauðann og
Sá sem vill ekki þegar hann má, má ekki þegar hann vill. Orðatiltœkið vera ekki
í rónni vísar til orðatiltœkisins hafa ekki ró/frið í sínum beinum (hafa ekki eirð í
sér) og orðatiltœkið vera alveg frá vísar til þess er menn eru ‘frá sér numdir í
anda’ (vera vitstola; vera utan við sig). Málshœttirnir tveir, Það er ofseint að iðr-
ast eftir dauðann og Sá sem vill ekki þegar hann má, má ekki þegar hann vill,
vísa upprunalega til þeirrar hugsunar að mönnum beri að sjá að sér í lifanda lífi,
annað tœkifœri gefist ekki.
204