Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 216

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 216
Sigurjón Arni Eyjólfsson miðlægt og er skilið sem forsenda (í tíma) eftirfylgdarinar. Trúarbarátta Lúthers verður túlkuð sem fyrirmynd trúarafturhvarfs einstaklingsins og hún einungis skilin sem innri barátta. Þannig verður hún barátta einstaklings við vantrú en ekki bein glíma við orð ritningarinnar eins og hjá Lúther. Trúarinnlifunin er þar með skilin frá öllum dauðum kirkjujátningum, trúfræðikenningum og pappírs- páfum. Áhersla Lúthers á hinn almenna prestdóm er notuð, en rifin úr því sam- hengi er Lúther setti hana fram í. Lúther kenndi ætíð að hin sanna kirkja væri ósýnileg innan kirkjunnar og trúin gæti einungis þrifist innan hinnar sýnilegu kirkju. Hann hafnaði öllum tilraunum vingltrúarmanna er vildu gera hina sönnu ósýnilegu kirkju sýnilega með þeim rökum að einungis Guð einn sé fær um að rannsaka hjörtu mannanna.26 Þessi mörk, er Lúther dró í skilgreiningu sinni á hin- um almenna prestdómi og skilgreiningum sínum á hinni sönnu kirkju er Guð einn þekkir, virðir píetisminn ekki sem skildi með áherslu sinni á þröngan hóp sanntrúaðra.27 Hinn gamli Lúther er þar af leiðandi litinn hornauga af kirkjusögu- ritara píetismans Gottfried Arnold (1666-1714), sem ásakar Lúther fyrir að koma siðbótinni undir ok furstanna og gera þá að nýjum páfum. í kirkjusögu sinni heldur hann fram því að hina réttu trú hins einstaklingsbundna kristindóms hafi einungis verið að finna hjá vingltrúarmönnum (þ.e. Tómas Múnzer, bændurnir og endurskírendur). Þeir voru hinu sönnu siðbótarmenn á dögum Lúthers. Am- old bendir einnig á að í allri kirkjusögunni hafi hin einstaklingsbundna trú átt erf- itt uppdráttar innan kirkjunnar sem stofnunar og vill hann skoða deilurnar í fom- kirkjunni út frá þessu sjónarmiði.28 Kenning hans nýtur enn þann dag í dag mik- illa vinsælda, þó hún styðjist ekki alfarið við hinn sögulega raunveruleika. Það vekur athygli að fulltrúar píetismans lásu rit Lúther í raun harla lítið, og vitnuðu einungis í örfá rit sem vom auk þess túlkuð nokkuð einhliða. Þetta er eft- irtektarvert ef hugað er að hve oft fulltrúar hans höfða til Lúthers og lífs hans til 26 Sjá t.d. Wider die himmlischen Propheten, WA 18, 62-125. 27 Spener fjallar ítarlega um hinn almenna prestdóm í Pia desideria og gagnrýnir einokun klerka á prestsembættinu. Máli sínu til stuðnings vitnar hann í rit Lúthers Die instituendis ministris ecclesiae ad senatum Pragensem Bohemiae (WA 12, 169-196), 104. Hann tengir hér saman þrjá áhersluþætti hjá Lúther, áhersluna (a) á almenna þekkingu á boðskap ritningarinnar; (b) á hina sönnu en huldu kirkju innan kirkjunnar sem stofnunar; og (c) á þriðju leiðina í guðs- þjónustuhaldi þ.e. guðsþjónustu í heimahúsum (er Spener tekur upp úr Deutsche Messe, WA 19, 74nn). En Spener gjörbyltir hugmyndum Lúhers og tengir þær við frásögn Páls í l.Kor 14 um andagáfumar og þar með hefur hann þetta form guðsþjónustunnar yftr önnur. Spener fellur því í þá gröf að ryðja þeirri röngu hugsun braut er sér hina sönnu kirkju einungis saman komna í þröngum leshópum leikmanna um ritninguna, 98-102 og ræktun andagáfna þessa hóps. Reynslan varð reyndar sú að Biblían vék þá nokkuð oft fyrir orðlausum andlegheitum og óskiljanlegu tungutali (Wallmann: Pietismus, 80-108). Hér ber ætíð að hafa í huga ábendingu Lúthers að heilagur andi kunni einungis eitt orð sem hann útleggur stöðugt og þetta orð er Jesús Kristur. En þessi útlegging er bundin við ritninguna og guðsþjónustuna. 28 Wallmann: Der Pietismus, 94. 214
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.