Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 3
MULAÞING
2. H EFT I - 1 967
Ritnefnd: Sigurður Ó. Pólsson Skriðubóli Borgarfirði (ritstj.), Ármann Hall-
dórsson Eiðum, Björn Sveinsson Egilsstaðakouptúni, Benedikt Björnsson Búð-
um Fóskrúðsfirði, Jón Björnsson Skeggjastöðum Jökuldal.
Afgreiðslumaður Björn Sveinsson. - Utgefandi Sögufélag Austurlands.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f., Akureyri.
Úr fórum ritstjórnar
FYLGT ÚR GARÐI
Þá liafa menn hér fyrir sér 2. hefti Múlaþings, að vísu allmiklu síðbúnara
en áformað var í upphafi. Verður það seinlæti að skrifast á reikning ritstjór-
ans, en ástæðurnar fyrir því skulu ekki tíundaðar hér.
Um þetta hefti er í rauninni fátt eitt að segja fram yfir það, er þaS sjálft
hefur til mála að leggja. Efnisaðdráttum hefur verið hagað á svipaðan hátt
og áður. Þó verður að játa, að efni þessa heftis er fengið af öllu takmarkaðra
svæði en efni 1. heftis, þ. e. nær eingöngu af Héraði og norðanverðum Aust-
fjörðum. AS vísu vegur hinn ágæti þáttur Guðmundar á Þvottá hér mikið
upp á móti. Er það von okkar, að þessi hlutföll eigi eftir að breytast, en eins
og er má það undarlegt heita hversu lítið efni berst til okkar af Suðurfjörðum.
Af félagi því, sem gefur þetta rit út, er fátt að frétta. Auglýstur aðalfund-
ur hinn 23. júní sl. var svo fámennur, að til hreinustu vansæmdar má telja og
gat ekki orðið annað en óformlegur rabbfundur. Vonum við að til þeirra
óskapa dragi ekki strax, að Sögufélag Austurlands kafni undir félagsheiti eða
dagi uppi sem einskonar sjálfseignarstofnun fárra manna. — S, Ó. P.
ÖRNEFNAMÁL
Fyrir nokkrum árum ferðaðist dr. Stefán Einarsson vfðs vegar um Austur-
land og safnaði örnefnum með hjálp kunnugra manna á hverjum stað. Saíu-
inu raðaði hann niður, skrifaði raunar mikinn hluta þess upp, og er það nú í
Þjóðminjasafninu og aðeins í handriti dr. Stefáns og aðstoðarmanna hans.
í vetur kom próf. Þórhallur Vilmundarson að máli við mig, þeirra erinda
að leita fyrir sér um stuðning Sögufélagsins til að koma þessu ömefnamáli
lengra áleiðis í samvinnu og samráði við Þjóðminjasafnið. Mér sýndist þetta