Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 5
með skipulegiim vinmibrögðmn við ákveðin viðfangsefni, heldur en gert er, en
um þá hlið málsins ætla ég ekki að fjiilyrða að sinni.
Það mnn naumast vera til sú fjölskylda á íslandi, sem ekki á í fórum sínum
meira eða minna af gömhim myndum. Menn hafa erft þessar myndir eftir for-
eldra sína eða frændur og draga þær upp endrum og sinnum til að dvelja um
fyrir gestum eða henda gaman að tízkunni um aldamótin. En þegar gesturinn
vill vita nokknr deili á þessu fólki. sem fór í sparifötin eitt sinn fyrir löngu
og ferðaðist jafnvel um langan veg til þess að stilla sér upp fyrir framan
myndavélina, kennir iðulega babb í bátinn. Margar eru þær myndir, sem eng-
inn veit lengur af hverjum eru, eða við hvaða tækifæri voru teknar. Þeir, sem
áttu þessar myndir af vinum sínum og geymdu þær af tryggð í stórum og
merkilegum albúmum, eru gengnir til feðra sinna og hvern á þá að spyrja?
Hér, eins og að svo mörgu leyti öðru, erum við að verða of sein að bjarga
menningarlegum verðmætum og þó er ekki öll nótt úti enn.
Enn má hafa upp á fólki, sem getur leyst úr spurningum okkar ef við nenn-
um að spyrja.
Eg vil því eindregið hvetja fólk, sem á gamlar myndir, til að skrifa aftan á
þær af hverjum þær eru og, þegar það veit ekki sjálft af hverjum myndirnar
eru. þá að reyna að leita uppi þá menn, sem eru líklegir til að vita það, bregða
sér í heimsókn til afa og ömmu og spyrja þau. Allir eiga líka gamlan frænda
eða gamla frænkn, sem hér gætu orðið að liði sem oftar.
Að ári verður ef til vill of seint að spyrja. — S. O. P.