Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 7
MÚLAÞING
5
Guttormur J. Guttormsson.
Vigfús J. Guttormsson.
ur að íslentlingafljóli og seltusL að á heimilisréttarlandi föður niíns,
Víðivöllum, og áttu þar heima til æviloka, Meðan þau dvöldu í On-
tario, vann faðir minn við járnbrautarlagningu og skógarhögg.
Séra Friðrik Bergmann, þá unglingur, var eini íslendingurinn, sem
hann hitti þar. Voru þeir um skeið samverkamenn á járnbrautinni.
Lauk faðir minn miklu lofsorði á drenginn, hvenær sem hann minnt-
ist hans síðar. J öðru lagi vann móðir mín lijá ensku fólki ýmis Jiús-
störf og annaðist jafnframt um Vigfús bróður minn, sem þá var á
fyrsta ári. A þessum stutta tíma lærði hún að tala og lesa ensku svo
vel, að undun sætti. Koin það sér einkar vel, því að allir, sem kunnu
ekki ensku, voru taldir mállausir.“
í umræddum endurminningum, sem eru um allt hinar athyglis-
vei"ð'ustu og vel í letur færðar, er ágæt lýsing á foreldrum hans, sem
bæði voru prýðilega gefin og bókhneigð. Þau voru einnig bæði
sönghneigð, faðir hans gæddur snjallri frásagnargáfu og listfeng-
ur, en móðir hans skáldmæll vel. Birtist eitt kvæði eftir hana í