Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 8
6
MULAÞING
Framfara, fyrsta lilaði Islerulinga vestan hafs, og annað í Leifi,
næstelzta blaði þeirra.
Lýsing Guttorms á æskuheimili þeirra bræðra ber því einnig
glöggt vitni, að iþeir ólust upp við djúpstæð íslenzk menningaráhrif,
er mótaði þá og lííshorf þeirra varanlega, samhliða áhrifunum frá
sjálfu æskuumhverfi þeirra í Nýja Islandi og harðsóttri brautryðj-
endabaráttunni.
Eins og Guttormur bróðir lians, var Vigfús annars að mestu leyti
maður sjálfmenntaður, nema hvað hann sótti verzlunarnámskeið í
Winnipeg i nokkra mánuöi.
Þann 5. febrúar 1899 kvæntist hann Vilborgu Pétursdóttur (f. 30.
júní 1879), sem lifir hann. Foreldrar hennar voru Pétur Arnason,
bóndi í Árskógi við íslendingafljót í Nýja tslandi, frá Ketilsstöð-
um á Völlum, og Friðrika Hjörnsdóttir frá Seljateigshjáleigu í
Ileyðarfirði. Þau fluttust vestur um haf úr Borgarfirði eystra með
stóra hópnum 1876. Vilborg er prýðisvel gefin dugnaðar- og ágætis-
kona, sem maður hennar kunni vel að meta, eins og kemur fagur-
lega fram í Ijóðum hans, enda var hjóriaband þeirra sérstaklega
farsælt, eu harin lézt stuttu áður en þau áttu 65 ára hjúskaparafmæli.
Þau Vígfús og Vilborg stunduðu fyrst búskap í Grunnavatns-
byggð í Manitoba, en fluttu til Oak Point, Manitoba, árið 1907,
þar sem Vigfús rak verzlun og var póstmeistari og póstflutnings-
maður. Árið 1919 flutti fjölskyldan til Lundar, Manitoba, og starf-
rækti Vigfús þar hótel í tíu ár, og rak þar, í félagi rneð syni sínutn
og tengdasonum, verzlun frá 1930 og fram eftir árum.
Hann lét sig einnig miklu skipta félags- og menningarmál heima-
bæjar síns og sveitar, og skipaði þar leiðtogasess, ekki sízt í söng-
málum. Um þá hliðina á menningarlegri starfsemi Vigfúsar fer séra
Valdimar J. Eylands dr. theol. þessum orðum í ágætum kveðjumál-
um, er bann flutti við jarðarför hans að Lundar 21. jan. 1964:
„Eitt af því sem mér finnst einkennilegt og sérstætt um manninn,
er það, að á fimmtugsaldri leggur hann í það að læra spila á orgel,
og stýra söng. Honunr heppnaðist að ná furðulegri leikni í þessu.
Varð hann síðan einskonar söngmálastjóri byggðar sinnar, organ-
isti í kirkjunni og stjórnandi kirkjukóra. Þetta ber vott um mikla
viljafestu og vinnuþol.“ {Lögberg-Heimskringla, 19. marz 1964).