Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 9
MÚLAÞING
7
En Vigfús varð bráðkvaddur á heimili sínu að Lundar 17. jan.
1964, nærri níræður að aldri. Fjölmenn jarðarför hans bar vitni
vinsældum lians og djúpum ítökum hans í hugum samferðasveitar-
innar.
Þau Vigfús og Vilborg eignuðust sex hörn, og eru þau: Pétur
Bergvin, læknir í Maple Creek, Saskatchewan; jón, verzlunarstjóri
að Lundar; Pálína (Mrs. Oscar F. Eyjólfsson), Lundar; Friðrika,
hjúkrunarkona, Winnipeg; Halldóra Snjólaug (Mrs. John H. Mac-
Farquhar, Toronto; og Vilhjálmur Jóhann. læknir í West Summer-
land, British Columbia, Kanada. Barnabörnin eru fjöhnörg og einn-
ig barnabarnabörnin, svo að frá þeim hjónum Vigfúsi og Vilborgu
er mikill ættbálkur kominn vestan hafsins og mannvænlegur að sama
skapi.
II
Kunnastur löndum sínum, utan sveitar sinnar, varð Vigfús af
ljóðum sínum og lausavísum, sem birtusl árum saman í vestur-ís-
lenzku vikublöðunum, og þar lýsir hann jafnframt bezt sjálfum
sér, lífsskoðunum sínum og hugðarmálum. Meginþorra kvæða sinna
og vísna frarn að þeim tíma, safnaði hann saman í allstóra bók (200
bls.), er hann nefndi Eldflugur, og kom út í Winnipeg 1947. Margt
af ljóðum og lausavísum hans birtisl eftir útkomu bókarinnar í
Winnipegblöðunum íslenzku.
Kvæðabókin var prentuð í eitt hundrað tölusettum eintökum, og
aðallega ætluð til vinagjafa, en hefði gjarnan mátt vera í stærra upp-
lagi. Bókina tileinkar höfundur Vilborgu konu sinni með fögrum
orðum, og yrkir, meðal annarra Ijóða til hennar, þessa hjarlaheitu
þakkarvísu:
Eg þakka, en get ei goldið þér
þin gæði, elskan min!
Guð launar allt, sem lofsvert er,
hann leiði þig til sín.
Fins og Ijóð annarra vestur-íslenzkra skálda, voru kvæði Vigfúsar
ort í frístundum frá annasömu ævistarfi, sem þegar hefur verið
lýst að nokkru, enda má sjá þess merki í kvæðuin hans, að hann