Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 10
8
MÚLAÞING
hafði fengizt við margt um dagana.
ÞaS, sem sérkennir þau þó um annað fram, er lipurðin og létt-
leikinn; þau eru yfirleitt öll ljóðræn, og þarf engum að korna það
á óvart, þegar í minni er borið, hve söngvinn og sönghneigður höf-
undurinn var, og hve góSan orðstír hann gat sér fyrir söngstjórn
sína og aðra hljómlistaratarfsemi, og vann með því hið þarfasta
þjóðræknis- og menningarverk.
Meðal fallegustu og ljóðrænustu kvæðanna í hókinni eru ýms
náttúruljóðin, svo sem vor- og sumarkvæðin, en það fór að von-
um, að árstíðaskiptin orkuðu á jafn hrifnæman mann og höfund-
urinn var. I kvæðinu „Sumarmorgunn“ er þetta léttstíga erindi:
Nú hefur fugl í frjóvgum lundi
sitt fagra sumarmorguns kvak.
Nú lækkar bára á breiðu sundi
og blæsins léttist andartak.
Nú lofar guð hvert lifnað strá,
sem lífið vakti dauða frá.
Vigfús átti í ríkum mæli samúð með mönnum og málleysingjum.
Hlýlega yrkir hann um hrafninn, sem gleður hann með söng sínum,
„þegar aðrir fuglar eru fjarri.“ Sérstæðari eru þó kvæðin „Frosk-
ar“ og „Whip-poor-will“ (algengur fugl á sléttunum vestra), því að
þar er ort um nýstárleg efni á islenzku, tekin beint út úr hinu vest-
ræna umhverfi skáldsins. Bæði eru kvæðin einnig vel kveðin, í flokki
hinna beztu í bókinni.
Lokaerindi kvæðisins urn froskana, er „syngja um frið og farsæl
kjör í forarpolli sínum,“ fara hér ó eftir:
Þeir eru’ að boða betri tíð
og björg til alls, sem lifir,
og kveða nýjan kjark í lýð,
sem kvartar lífi yfir.
Þeir vita’ að allt um alheims ból
nú endurnýjast tekur,
og gjörvallt lífið sumarsól
með sínum geislum vekur.