Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 11
MÚLAÞING
9
Eg gleðst og fagna froskum með
og flyt mitt þakkar-kvæði,
til lífsins herra lof eg kveð,
því lífið allt er gæði.
Um blessuð vorkvöld björt og löng,
sem blíðka mig og hressa,
eg hlýði á fagran froska söng,
mér finnst það heilög messa.
En upphafserindin úr kvæðinu „Whip-poor-will“ eru á þessa leið,
og auðfundið, að þar gripur hljómlistarunnandi í strengi gígjunnar:
Þegar við í húmi háttum,
heyrist þýði kliðurinn,
Whip-poor-will í öllum áttum
er að hefja kvöldsönginn.
Vögguljóð á veika strengi
« viðkvæmt spilar Whip-poor-will,
þylur margt um miðnótt lengi
myrkraskáldið, Whip-poor-will.
Tónar liða’ um landið víða,
lognið drottnar, allt er rótt.
Á þá kynjahörpu hlýða
himinn, jörð og koldimm nótt.
I þögn og myrkri miðra nátta
messar skáldið Whip-poor-will.
Heillavættir söngs og sátta
safnast kringum Whip-poor-will.
Dýraást höfundar lýsir sér vel í ádeilukvæðinu „Harðstjórinn í
hundalestinni,“ og ekki þarf lengi að blaða í kvæðum hans til þess
að sannfærast um, að grunnt er þar á umbótaþrá og samúð til ann-
arra mannanna barna. Ekki er það þá heldur nein tilviljun, að hann
segir í vísu um Þorstein Erlingsson:
Eg finn það og les allt í Þyrnunum þínum,
sem þekkast er skoðun og hugsunum mínum.