Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 12
10
MULAÞING
Er það eitt dæmi þess, live djúp áhrif það snjalla og djarfyrta
skáld hafði á ýmsa íslenzka skáldbræður sína vestan hafsins, og þá
ekki sízt með ádeilukvæðum sínum.
Vigfús unni æskusveit sinni í Nýja Islandi hugástum og var
tengdur henni traustum böndum; lýsir það sér vel í kvæðinu
„Kveðja til Fljótsbyggðar í Nýja íslandi,“ ort þegar hann fór það-
an alfarinn 1903, en hann segir:
Víst er sárt að verða’ að skilja
við þig kæra byggðin mín.
Siðar er ég vís að vilja
víkja aftur heim til þín.
Eitt er víst: að aldrei dvínar
ásl til þín í brjósti mér.
Allar beztu bænir mínar
bið eg komi fram á þér.
Drengilega minnist hann þá einnig frumherjanna íslenzku vestra
og ýmissa annarra úr samferðasveit hans, sem moldin geymir. Djúp
er saknaðarkenndin í fögru erfiljóði hans um séra Guðmund Árna-
son, sambæjarmann hans og tryggðavin, enda var þar eftir óvenju-
lega merkan og mætan mann að mæla. Hver myndi eigi kjósa sér
þessi eftirmæli:
Alls staðar harst þú höfuð hátt,
hreinskilinn sannleiks vinur svarinn;
ofvaxið þér var ærið fátt,
afburða snjöllu máli farinn.
Þurfandi fólki lagðir lið —
löngum var knúð á góðvild þína;
þitt var hið æðsta mark og mið
manndóm og kærleik öllum sýna.
Eins og fyrr getur, fluttist Vigfús á fyrsta aldursári vestur um
haf með foreldrum sínum. Má því segja, að hann hafi ísland aldrei
augum litið öðru vísi en í draumum sínum, en eigi að síður var
hann fasttengdur móðurmold sinni og ættjörð, unni henni og dáði
hana af heilum huga, eins og fram kemur í íslandsljóðum hans. I