Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 13
MÚLAÞING
II
þeim mælir sonur til inócíur, svo sein þetta erindi úr einu þeirra
kvæða hans sýnir ljóslega:
Nú flýg eg í anda í fjarlægan geim
á feðranna alkunnu slóðir,
af stað fer eg austur um haf til þín heim
að heilsa þér göfuga móðir.
En aldrei þó hafi eg áður þig séð,
er óvíst þér sýnist eg feiminn.
Og minni þitt, ástkæra móðir, eg kveð
á meðan eg líð yfir heiminn.
í öðru hjartaheitu íslandsminni skáldsins leynir sér ekki fögnuð-
urinn yfir því, að ættjörðin hefur nú endurheiml frelsi sitt:
Vér blessum þann dag, þegar hrotnaði vald,
sem batt þig og deyddi til hálfs;
því gleðst nú þinn lýður, og guðirnir eins,
að getur þú upprisið frjáls.
Að morgni dags ljómar þitt frelsi og frægð
og fyrnist þitt langvinna stríð.
Guð blessi þig, ísland, með velgengni og vernd,
sem vari um eilífa tíð.
Eins og Guttormur bróðir hans og önnur vestur-íslenzk skáld,
hyllti Vigfús einnig Kanada sonarlega og fagurlega í Ijóðum sín-
um, og sýnir það heilskyggni í hugsun að kunna að meta jöfnum
höndum ættjörðina og fósturlandið og skuldina við bæði.
Margt er af lausavísum í kvæðabók Vigfúsar, sumar prýðisvel
kveðnar og hitta vel í mark, og er ferskeytlan „Borguð skuld“ goct
dæmi þess:
Gegnum basl, sem beint er mér,
brýst ég einhvern veginn.
Gróðamönnpm geld eg hér,
en guði hinum megin.
Og hann gat kveðið dýrt, þegar hann greip í þann strenginn. Það