Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 14
12
MULAÞING
sannar eftiríarandi visa, er hann orti, þegar hann kom þreyttur
heim af engjum:
Eg er að deyja, svo að segja;
seint að heyja gengur mér.
Margt vill beygja mig og sveigja,
máske þegja réttast er.
Annars var honum miklu eðlilegra og tamara að slá á streng lífs-
gleði og bjartsýni. Kvæði hans eiga löngum sammerkt um það, að
þau lýsa heillunduðum og göfuglyndum manni, trúhneigðum, víð-
sýnum og vortrúuðum í skoðunum, enda segir hann í kvæðinu
„Vorið kemur“:
Þig eg heitast þrái’ af hjarta,
þér eg helga líf og sál.
Lýsi mér þitt Ijósið bjarta,
lífsins glæddu vona-bál.
Láttu blessuð blómin þín
benda minni sál til þín,
lát þau vaxa á legstað mínum,
lát mig hvíla í faðmi þínum.
Víða gætir þess í kvæðum Vigfúsar, hve mikill barna- og æsku-
vinur hann var. Fallega minnist hann einnig móður sinnar í eftirfar-
andi ljóðlínum, og víðar í kvæðum sínum:
Osk þín var, að yrði eg maður
öruggur í hverri þraut;
vegna þín eg vildi glaður
vanda líf á ævibraut.
Af þeirri traustu rót var lífsskoðun hans runnin, en henni lýsir
hann annars í vísunni „Öskin mín“:
Það var snemma hjarlans ósk mín ein:
eg eyða mætti til þess lífsins dögum,
að rækta skóg og grös, sem græða mein,
og gullin blóm á mannlífs brunaflögum.